Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

650. fundur 06. febrúar 2014 kl. 09:00 - 09:21 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Gísli Árnason varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sveitarstjórnarkosningar 2014

Málsnúmer 1401266Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði á eftirtöldum stöðum í Sveitarfélaginu Skagafirði við sveitarstjórnarkosningnar 31. maí 2014: Steinsstöðum, Varmahlíð, Sauðárkróki, á Skaga, að Hólum, Hofsósi, í Fljótum og Heilbr.stofnuninni Sauðárkróki.

2.Tilraunaverkefni - rafrænar íbúakosningar

Málsnúmer 1402009Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. janúar 2014 um tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

3.Kvörtun Leiðar ehf til umboðsmanns Alþingis.

Málsnúmer 1401315Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Leið ehf., dagsett 28. janúar 2014 varðandi staðfestingu aðalskipulags sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í júní 2012. Kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Lyktir máls o.fl.

4.Aðalfundarboð LLÍ

Málsnúmer 1402010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) um aðalfund samtakanna á Hótel Sögu (Radisson Blu Saga Hotel), þann 20. febrúar 2014, kl. 13:15.

Fundi slitið - kl. 09:21.