Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

640. fundur 24. október 2013 kl. 09:00 - 11:41 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fasteignin Árbakki (213-2263), Suðurgötu 5 á Skr.

Málsnúmer 1310120Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 639. fundi byggðarráðs. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin Árbakki, Suðurgata 5 á Sauðárkróki skuli vera í eigu sveitarfélagsins áfram og því ekki falt að sinni. Unnið verður með Byggðasafni Skagfirðinga að móta framtíð hússins.

2.Kauptilboð í íbúð - Víðigrund 28 213-2420

Málsnúmer 1310179Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Víðigrund 28, 2. h.v. (213-2420) frá Ómari Erni Ólafssyni.
Byggðarráð samþykkir að ganga að kauptilboðinu með fyrirvara um greiðslu viðhaldskostnaðar utanhúss.

3.Lækjarbakki 3, 214-1649

Málsnúmer 1310222Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að selja fasteignina Lækjarbakka 3, 214-1649.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði seld og felur sveitarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu.

4.Mótun ehf - stofnfundagerð og samþykktir

Málsnúmer 1310150Vakta málsnúmer

Lögð fram stofnfundargerð og samþykktir fyrir Mótun ehf. Tilgangur félagsins er framleiðsla báta og annara vara úr trefjaplasti, rekstur verkstæðis í því sambandi, skyldur rekstur, útleiga og rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Hlutafé félagsins verður 10.000.000 kr. og skiptist svo: Sveitarfélagið Skagafjörður 4.900.000 kr., Kaupfélag Skagfirðinga 4.900.000 kr. og Skagafjarðarhraðlestin, félag 200.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að leggja fram 4.900.000 kr. hlutafé í Mótun ehf.

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Ja hérna, nú er ég örlítið hugsi. Getur það verið skynsamlegt eða rétt að sveitarfélagið gerist stofnaðili og hluthafi í ?nýju félagi? sem gerir út á margþætta starfsemi með stærsta fyrirtæki sveitarfélagsins og leggi 4.9 m.kr. af skattfé í samkeppnisrekstur. Já maður spyr sig.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Byggðarráð sveitarfélagsins telur mikilvægt að auka nýbreytni í atvinnulífi Skagafjarðar og er Mótun ehf. gott dæmi um slíkt. Samspil atvinnulífs í héraði og skólanna er mikilvægt og grunnur að öflugu atvinnulífi í sveitarfélaginu. Er það von okkar að með tilkomu Mótunar ehf. muni það samspil eflast enn frekar og verða bæði atvinnulífi sem og FNV til framdráttar.

5.Úrræði til stuðnings foreldrum sem ekki fá pláss á Birkilundi

Málsnúmer 1310191Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Leikskólans Birkilundar varðandi úrræði til stuðnings foreldrum sem ekki fá inni fyrir börn sín í Leikskólanum Birkilundi. Stjórn foreldrafélags Leikskólans Birkilundar fer fram á að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjái til þess og eigi frumkvæði að því að foreldrum barna, sem ekki fá inni á Birkilundi, verði boðið upp á vistunarúrræði fyrir börn sín þar til leikskólapláss losnar eða styrktir til að sjá um vistunarúrræði sjálfir. Gert verði ráð fyrir útgjöldum vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar vegna árins 2014. Stjórn foreldrafélagsins er reiðubúin til viðræðna um með hvaða hætti vistunarúrræðum verði best fyrir komið.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu og umsagnar í fræðslunefnd.

6.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun 2014 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

7.Þriggja ára áætlun 2015-2017

Málsnúmer 1310236Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2015-2017.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að þriggja ára fjárhagsáætlun 2015-2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

8.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - samgöngumál

Málsnúmer 1310250Vakta málsnúmer

Vegna áætlunarflugs á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 2.900.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lækkun á handbæru fé.

9.Áætlunarflug til Sauðárkróks

Málsnúmer 1308048Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Eyjaflugs um flug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks til 31. desember 2013.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

10.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 1309362Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 638. og 639. fundar byggðarráðs. Fundur með fjárlaganefnd verður þriðjudaginn 29. október n.k. í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að þeir byggðarráðsmenn sem eiga þess kost, sæki fundinn.

11.Litla-Brekka (146554) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1310136Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristjáns Knútssonar fyrir hönd Torghallarinnar ehf, kt. 590189-1899 um rekstrarleyfi fyrir Litlu-Brekku, 565 Hofsósi. Þrjú svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Gististaður, flokkur II - heimagisting. Fastanúmer 214-3285.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

12.Samþykktir - nýjar

Málsnúmer 1303082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest þann 15. október 2013, samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og sent hana til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 11:41.