Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

625. fundur 23. maí 2013 kl. 09:00 - 10:11 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjori stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskar Þorsteinn T. Broddason að bóka eftirfarandi:
"Á fundi byggðarráðs nr. 596 þann 28. júní 2012 var tekið fyrir erindi frá 6. bekk Árskóla um útivistarsvæðið í Litla-skógi og samþykkt að eiga fund með börnunum í upphafi skólaárs 2012. Á fundi nr. 601 þann 30. ágúst 2012 var málið tekið fyrir aftur að frumkvæði áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar, en þá var samþykkt að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum. Fundurinn hefur enn ekki verið haldinn og ljóst er að ekki verður hægt að funda með nemendunum fyrr en í fyrsta lagi í haust, í ljósi þess að skólanum lýkur á næstu dögum. Seinagangur í þessu tiltölulega einfalda verkefni byggðarráðs er með ólíkindum og sendir döpur skilaboð um áhugaleysi stjórnmálamanna um málefni sem brenna á íbúum sveitarfélagsins."

1.Glæsibær land 179407, Hábær - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1305141Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ingibjargar Friðriksdóttur, um rekstrarleyfi fyrir Hábæ, sumarhúsi í landi Glæsibæjar, 551 Sauðárkróki. Gististaður - flokkur I.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Lánstílboð

Málsnúmer 1305182Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Arion banka hf. um langtímalán til sveitarfélagsins, sem ætlunin er að nota til að greiða upp óhagstæðari lán.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka tilboði Arion banka hf. og undirrita lánssamning um óverðtryggt lán að upphæð 165.000.000 kr. Láninu verði varið til að greiða upp eldri óhagstæðari lán.

3.Málþing um haf og strandsvæðaskipulag

Málsnúmer 1305184Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem tilkynnt er um málþing á vegum Skipulagsstofnunar í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða um haf- og strandsvæðaskipulag þann 27. maí nk. í Reykjavík.

4.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Markaðs- og kynningarátak í Skagafirði

Málsnúmer 1305183Vakta málsnúmer

Lögð fram lokadrög að verkefnasamningi milli SSNV og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna markaðs- og kynningarátaks í Skagafirði undir merkjum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, til að laða að fjölbreytta atvinnustarfsemi í Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að vísa samningnum til atvinnu- og ferðamálanefndar til nánari útfærslu og framkvæmdar.

5.Twin town meeting in Espoo, 28-31 May 2013

Málsnúmer 1301300Vakta málsnúmer

Farið yfir dagskrá vinabæjamóts í Espoo í Finnlandi, sem fram fer 28.-31. maí 2013 og framlag sveitarfélagsins til hennar. Undir þessum dagskrárlið sat Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs fundinn.

6.Ásgeirsbrekka 146402 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1305149Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Ásgeirsbrekku 146402. Seljandi er Arna Björg Bjarnadóttir og kaupandi er Reykir í Hjaltadal ehf.

7.Umsókn um styrk úr Menningarsj. Eyþórs Stefánssonar

Málsnúmer 1305005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirfarandi bókun 1. fundar Menningarsjóðs Eyþórs Stefánssonar.
"Lögð fram umsókn um styrk frá Jóni Þorsteini Reynissyni frá Mýrarkoti í Skagafirði sem stundar framhaldsnám á harmoniku við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium. Hann stefnir á að ljúka þaðan B.S. prófi.
Stjórn sjóðsins samþykkir að veita Jóni Þorsteini Reynissyni styrk úr Menningarsjóði Eyþórs Stefánssonar að upphæð krónur
400.000,-
Styrkurinn verður afhentur við skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar í Varmahlíð þann 17.maí n.k. af skólastjóra tónlistarskólans."

8.Skipan hættumatsnefndar

Málsnúmer 1301163Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Hættumatsnefndar Skagafjarðar sem haldinn var 13. maí 2013.

Fundi slitið - kl. 10:11.