Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

627. fundur 13. júní 2013 kl. 09:00 - 09:37 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Jónsmessuhátíð á Hofsósi 2013 - styrkbeiðni

Málsnúmer 1306054Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá hátíðarnefnd Jónsmessuhátíðar á Hofsósi 2013, þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð 430.000 kr. til að standa straum af kostnaði við hátíðina. Einnig er óskað eftir endurgjaldlausum afnotum af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 21890.

2.Kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.

Málsnúmer 1306067Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á rafmagnstímatökutækjum o.fl. Heildarkostnaður við búnaðinn er áætlaður um 12 milljónir króna, tilbúinn til notkunar. Óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður styrki verkefnið um 200.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn Ungmennasambands Skagafjarðar varðandi búnaðinn og erindið.

3.Námsferð til Skotlands 3.-5. sept

Málsnúmer 1306087Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námsferð til Skotlands 3.-5. september n.k., sem ætluð er fyrir sveitarstjórnarmenn, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stjórnendur á fjármála- og stjórnsýslusviðum þeirra.
Byggðarráð samþykkir að heimila sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálsviðs að taka þátt í námsferðinni.

4.Skammtímafjármögnun

Málsnúmer 1306105Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að taka skammtímalán, allt að 50.000.000 kr. hjá Íslenskum verðbréfum hf., ef þörf krefur.

5.Umsókn um leyfi til að halda sandspyrnukeppni

Málsnúmer 1306070Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, um leyfi til að halda sandspyrnukeppni á Garðssandi, í landi Garðs.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

6.Framlög til eflingar tónlistarnámi

Málsnúmer 1206158Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi framlög úr sjóðnum til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

Fundi slitið - kl. 09:37.