Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

631. fundur 18. júlí 2013 kl. 08:15 - 09:37 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Gísli Árnason varam.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.

Málsnúmer 1306067Vakta málsnúmer

Á 627. fundi byggðarráðs var lögð fram styrkbeiðni frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, þar sem óskað var eftir styrk til kaupa á rafmagnstímatökutækjum o.fl. Byggðarráðið óskaði eftir umsögn Ungmennasambands Skagafjarðar sem nú hefur borist og er það niðurstaða sambandsins að ekki sé þörf á því að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í kaupum á nýjum rafmagnstímatökutækjum.
Byggðarráð hafnar því að taka þátt í kaupum á nýjum rafmagnstímatökutækjum sem Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst kaupa, þar sem slíkur búnaður er fyrir hendi á Sauðárkróksvelli.

2.Um samþykktir sveitarfélaga

Málsnúmer 1307058Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samþykktir sveitarfélaga, byggingarmál og fleira sem tengist innleiðingu nýrra sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til nefndar um endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.

3.Samþykktir - nýjar

Málsnúmer 1303082Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir innanríkisráðuneytisins við nýjar samþykktir Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til nefndar um endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.

4.Umsókn um langtímalán 2013

Málsnúmer 1306072Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við smábátahöfn sveitarfélagsins auk þess að fjármagna gatnagerð, lyftu í Safnahúsi, breytingar á leikskóla og almennar framkvæmdir eignasjóðs við viðhald opinna svæða og stíga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Björg Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað: "Óneitanlega skýtur það skökku við að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar undir forystu Framsóknarflokksins skuli leggja fram hér til samþykktar verðtryggðan lánasamning til 15 ára m.a. til þess að fjármagna skrúðgarðyrkjuframkvæmdir á Sauðárkróki, á sama tíma og Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn er í þann mund að afnema verðtrygginguna.
Vaxtaákvæði lánasamningsins er algerlega óásættanlegt en það kveður á um að lánveitandi geti hvenær sem er á lánstíma á þriggja mánaða fresti hækkað einhliða vexti lánsins. Það er óboðlegt að bjóða íbúum Skagafjarðar upp á slíkan samning."

Svohljóðandi bókun lögð fram: "Eftir að hafa kynnt sér þau kjör sem fjármálastofnanir bjóða upp á var það mat fjármálastjóra og sveitarstjóra að sá samningur sem hér um ræðir væri sá hagfeldasti fyrir sveitarfélagið. Í samningnum er uppgreiðsluákvæði sem hægt er að nýta ef kjör samningsins breytast verulega og betri kjör fást annarsstaðar.
Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Árnason
Jón Magnússon"

Sigurjón Þórðarson leggur fram bókun: "Engir aðrir lánasamningar voru kynntir fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins og ekki var leitað tilboða frá öðrum lánastofnunum. Sömuleiðis er fráleitt að sveitarstjórnin fyrir hönd íbúanna hafi ekki forgöngu um að breyta óásættanlegum ákvæðum í lánasamningi."

5.Þjónusta við hælisleitendur

Málsnúmer 1307088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem ráðuneytið er að kanna áhuga sveitarfélaga á að koma að þjónustu við hælisleitendur í samstarfið við ríkið, en vegna aukningar á fjölda hælisleitenda er þörf á að gera samninga við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ.

6.Borgarmýri 5-Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis.

Málsnúmer 1307092Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gærunnar ehf. um tækifærisleyfi fyrir Tónlistarhátíðina Gæruna 2013, sem verður í húsnæði Loðskinns ehf., Borgarmýri 5, 550 Sauðárkróki, dagana 16.-18. ágúst 2013.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Hofsstaðir (146408) - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis.

Málsnúmer 1307093Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gestagarðs ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir bændagistingu að Hofsstöðum, 551 Sauðárkróki. Gististaður - flokkur III, heimagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd - 86

Málsnúmer 1306011FVakta málsnúmer

Fundargerð 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

8.1.Litli Skógur - vinir Litla Skógar

Málsnúmer 1306195Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.2.Fundur með fulltrúum Brimnesskóga

Málsnúmer 1306155Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.3.Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki

Málsnúmer 1306151Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.4.Árskóli - umferðarmál.

Málsnúmer 1306174Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.5.Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.6.Umhverfismál Hofsósi

Málsnúmer 1306147Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.7.Umhverfisverðlaun Soroptimistaklúbbur

Málsnúmer 1306129Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

8.8.Landmótun í og við Sauðá, efri hluti, 2013.

Málsnúmer 1306221Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

9.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 91

Málsnúmer 1306015FVakta málsnúmer

Fundargerð 91. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

9.1.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Markaðs- og kynningarátak í Skagafirði

Málsnúmer 1305183Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

9.2.Lummudagar 2013

Málsnúmer 1306208Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

9.3.Kynningarefni ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1303488Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

10.ö Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 21

Málsnúmer 1306018FVakta málsnúmer

Fundargerð 21. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

10.1.Auglýst eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1306120Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 21.fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

10.2.Birkilundur - biðlisti

Málsnúmer 1306041Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 21.fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

11.Fræðslunefnd - 89

Málsnúmer 1306019FVakta málsnúmer

Fundargerð 89. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

11.1.Sumarlokun Tröllarborgar 2013

Málsnúmer 1306245Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 89. fundar fræðslunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

11.2.Fæðismál í Ársölum og Árskóla

Málsnúmer 1301288Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 89. fundar fræðslunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

11.3.Skólaakstur - útboð

Málsnúmer 1209235Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 89. fundar fræðslunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

11.4.Ráðning skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1306120Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 89. fundar fræðslunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.Félags- og tómstundanefnd - 197

Málsnúmer 1306012FVakta málsnúmer

Fundargerð 197. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 631. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

12.1.Kjör formanns félags- og tómstundanefndar

Málsnúmer 1306191Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.2.Laun í vinnuskóla 2013

Málsnúmer 1306193Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.3.Húsnæði til tómstundaiðju

Málsnúmer 1306068Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.4.Vinnuskóli, VIT og SumarTím

Málsnúmer 1306192Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.5.Sólgarðalaug - leiga 2013

Málsnúmer 1305003Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.6.Fundagerðir þjónustuhóps SSNV 2013

Málsnúmer 1303131Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.7.Tekjuframlög Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra 2013

Málsnúmer 1306194Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

12.8.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók

Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 197. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

13.Twin town meeting in Espoo, 28-31 May 2013

Málsnúmer 1301300Vakta málsnúmer

Vinabæjamót í Espoo, 28.-31. maí 2013. Lagt fram til kynningar minnisblað frá "Mayor"s Meeting of Nordic Twin Towns, 30 May 2013".

14.Áætlað uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga

Málsnúmer 1307044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög til sveitarfélaganna til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts á árinu 2013. Fram kemur að framlag til Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 133.620.993 kr.

15.Farskóli-fundargerð aðalfundar 2013

Málsnúmer 1307083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, frá 17. maí 2013.

16.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerð 7. fundar stjórnar

Málsnúmer 1307038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynnningar fundargerð 7. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 09:37.