Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

605. fundur 04. október 2012 kl. 09:00 - 11:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Drög að samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1208017Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Sigríður Magnúsdóttir formaður stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra, Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og Agnar H. Gunnarsson oddviti Akrahrepps.
Til umræðu voru drög frá ágúst 2012, að samningi umhverfisráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með ráðherra um samningsdrögin og framtíð Náttúrustofunnar. Jafnframt verður lögð vinna í að fara yfir og klára reikningsskil stofnunarinnar.

2.Auglýsing - sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs

Málsnúmer 1208114Vakta málsnúmer

Sigríður A. Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hverjir hefðu sótt um stöðu sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs. Alls komu 15 umsóknir.

3.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1209185Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi ályktun frá fundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 26. september 2012.
"Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu hefur fækkað alla síðustu öld. Sú þróun er enn í gangi. Þekking, tækniframfarir og krafa um aukna hagræðingu og framlegð hafa afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssveitarfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf, þekkingarstörf og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sífelldar breytingar á starfsumhverfi sjávarútvegsins fremur aukið á óöryggi þess fólks sem vinnur í greininni og þá í leiðinni þeirra sveitarfélaga sem eru mjög háð atvinnu og tekjum af veiðum og vinnslu. Mikilvægt er að við breytingar á lögum og reglum er varða sjávarútveginn sé horft til þess að treysta starfsumhverfi þess fólks sem starfar í greininni.

Með lögum um sérstakt veiðigjald er enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem því munu fylgja, svo sem fækkun starfa, er nauðsynlegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Fundurinn felur stjórn samtakanna að kynna þá kröfu fyrir stjórnvöldum og fylgja málinu fast eftir.

Þá samþykkir fundurinn að fela stjórn að kanna með hvaða hætti væri unnt að dreifa þeim ríkisstörfum sem þjóna sjávarútvegi betur um landið.

Sjávarútvegurinn hefur verið og er enn ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins. Meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin.

Sjávarútvegssveitarfélög sem ganga ganga til liðs við samtökin fyrir lok október 2012 teljast stofnfélagar.

Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið gerist stofnaðili í Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

4.Erindi varðandi rekstrarstyrk

Málsnúmer 1210017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sögusetri íslenska hestsins, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk að upphæð 1.500.000 kr. vegna ársins 2012. Fram kemur í bréfinu að mennta- og menningarráðuneytið muni styrkja setrið um fjórar milljónir króna á árinu.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sögusetur íslenska hestsins í ljósi aðkomu mennta- og menningarráðuneytisins um 1.500.000 kr. á árinu 2012. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins.

5.Víðigrund 24 2hv-Kauptilboð

Málsnúmer 1210023Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð í íbúð sveitarfélagsins í Víðigrund 24 (2hv), 213-2409 frá Jóhannesi Bjarka Jóhannessyni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera Jóhannesi gagntilboð.

6.Óskað umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna

Málsnúmer 1210010Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu), 180. mál.
Byggðarráð mælir með frumvarpinu fyrir sitt leiti.

7.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Unnið með fjárhagsáætlun 2013.

8.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Rætt um þriggja ára áætlun 2014-2016.

9.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-ágúst 2012.
Þorsteinn T. Broddason lýsir yfir áhyggjum um sjóðsstöðu sveitarfélagsins í ljósi þess að búið er að undirrita samninga um 170 milljón króna fjárfestingu en ekki búið að fjármagna.

Fundi slitið - kl. 11:55.