Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

549. fundur 17. mars 2011 kl. 09:00 - 10:22 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 1102092Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu, drög að þriggja ára áætlun 2012-2014 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1103066Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Gestastofu sútarans ehf, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi sveitarfélagsins að upphæð 5.000.000 kr. yfir tímabilið 2011-2013 vegna þátttöku fyrirtækisins í verkefninu Economuseum í gegnum Impru - nýsköpunarmiðstöð. Verkefnið snýr að því að setja upp sýningu um sögu sútunar á Íslandi.

Byggðarráð samþykkir að veita félaginu samtals 5.000.000 kr. styrk á árunum 2012-2014 og verður gert ráð fyrir þessum fjármunum á málaflokki 05 ár hvert. Tillaga að þriggja ára áætlun 2012-2014 gerir ráð fyrir þessum útgjöldum.

3.Auglýst eftir framboðum í stjórn

Málsnúmer 1102143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst eftir framboðum sveitarstjórnarmanna til stjórnarsetu í stjórn sjóðsins.

4.Orkusparnaðarátak

Málsnúmer 1103010Vakta málsnúmer

Kynnt fundarherferð Orkustofnunar og Orkuseturs í rafhituðum sveitarfélögum í apríl nk. þar sem kynntar verða leiðir til þess að lækka orkureikninga íbúa á köldum svæðum. Iðnaðarráðuneytið hefur leitað eftir samstarfi við Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum um undirbúning fundanna og hefur stjórn SSKS samþykkt að leita eftir því við aðildarsveitarfélögin að þau aðstoði við þessa fundaherferð.

5.Endanlegt framlag vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingargjalds

Málsnúmer 1103061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um endanlegt framlag ársins 2010 vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingargjalds. Samtals nemur framlagið 25.838.655 kr.

6.Niðurskurður sem bitnar á börnum

Málsnúmer 1103017Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umboðsmanni barna þar sem ítrekuð er m.a. áskorun til sveitarfélaga að hlífa börnum við niðurskurði í rekstri og umboðsmaður bendir einnig á að gæta þarf sérstakrar varkárni þegar tekin er ákvörðun um að skerða réttindi sem þegar búið er að veita.

Fundi slitið - kl. 10:22.