Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

413. fundur 13. desember 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  413 - 13. desember 2007
Ár 2007, fimmtudaginn 13. desember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi og Gunnar Bragi Sveinsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Lagt fram
 
1.
Landsmót hestamanna 2010
 
 
Mál nr. SV070614
 
Á fundinn komu fulltrúar Gullhyls ehf. til viðræðu um Landsmót hestamanna árið 2010.
Byggðarráð ítrekar vilja til þess að Landsmót hestamanna 2010 verði haldið í Skagafirði.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Bréf íbúa Laugatúns v.götu
 
 
Mál nr. SV070396
 
Lagt fram bréf frá íbúum húsanna 14-32 við Laugatún á Sauðárkróki dagsett í nóvember 2007 varðandi endanlegan frágang götunnar við húsin.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.
 
 
3.
Tindastóll - Útikörfuboltavellir
 
 
Mál nr. SV070608
 
Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 22. nóvember 2007, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið geri ráð fyrir fjármagni í endurgerð útikörfuboltavallar austan við Árskóla í fjárhagsáætlun ársins 2008.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að þetta verkefni verði sett inn á verkefnaáætlun ársins 2009 og að undirbúningur verði hafinn á árinu 2008.
 
 
 
4.
Erindi frá nefndum
 
 
Mál nr. SV070607
 
Erindi vísað frá félags- og tómstundanefnd 4. desember 2007.  Gjaldskrár heimaþjónustu og akstursþjónustu fatlaðra og auk þess grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.  Auk þess erindi frá landbúnaðarnefnd 5. desember 2007.
Byggðarráð samþykkir tillögur félags- og tómstundanefndar um gjaldskrár og grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.  Erindi landbúnaðarnefndar afgreitt með næsta dagskrárlið.
 
 
5.
Fjárhagsáætlun 2008
 
 
Mál nr. SV070565
 
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2008 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.  Lagðar fram  álagningarforsendur og gjaldskrár.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni eins og hún liggur fyrir til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi álagningarforsendur fyrir fjárhagsáætlun 2008.
 
Breytingar á fasteignaskatti ársins 2008:
A flokkur, álagningarhlutfall 0,45#PR, B-flokkur 1,32#PR, C-flokkur 1,65#PR.
 
Lóðarleiga íbúðalóða 1#PR, lóðarleiga atvinnulóða 2#PR.
Leiga ræktunarlands 1,00 kr./m2
 
Gjalddagar fasteignagjalda verði átta á tímabilinu febrúar til og með september 2008.
 
Byggðarráð samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði verði svo á árinu 2008:
1. grein:
Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði kr. 10.000
Sorpeyðingargjald á ílát - íbúðarhúsnæði kr. 6.000
Sorphirðugjald á ílát, sumarhús kr. 6.000
 
2. grein:
Sorpurðunargjald liður I:
Flokkur 1, kr. 9.000
Flokkur 2, kr. 50.000
Flokkur 3, kr. 150.000
Flokkur 4, kr. 290.000
Flokkur 5, kr. 575.000
 
Sorpurðunargjald liður II:
Bújarðir með atvinnustarfsemi, kr. 10.000
Þjónustubýli, kr. 6.000
Sumarbústaðir, kr. 4.000
 
Byggðarráð samþykkir að gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði verði svo á árinu 2008:
 
2. grein.
Fráveitugjald verður 0,275#PR af álagningarstofni.
 
3. grein.
Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa:
0-2000 ltr. árgjald 4.300 kr.
2001-4000 ltr. árgjald 5.000 kr.
4001-6000 ltr. árgjald 6.000 kr.
stærri en 6000 ltr. kr. 3.000 pr. m3.
Aukatæming kr. 4.300.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Reglugerð um lögreglusamþykktir
 
 
Mál nr. SV070467
 
Lögð fram til kynningar reglugerð um lögreglusamþykktir. Reglugerðin tekur gildi 6 mánuðum eftir birtingu í B-deild Stjórnartíðinda, 29. nóvember 2007.
 
 
 
7.
Ársfundur FSA 2007 - fundarboð
 
 
Mál nr. SV070610
 
Lagt fram til kynningar fundarboð um ársfund Sjúkrahússins á Akureyri, 14. desember nk.
 
 
8.
Ungt fólk 2007 - bréf
 
 
Mál nr. SV070612
 
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 29. nóvember 2007 varðandi helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2007 - Grunnskólanemar. 
 
 
9.
Villa Nova - yfirlit endurbætur 1995-2006
 
 
Mál nr. SV070148
 
Í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs 2. nóvember sl. er lagt fram til kynningar yfirlit um endurbætur á Villa Nova fyrir tímabilið 1995-2006.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:20
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar