Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

409. fundur 13. nóvember 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  409 - 13. nóvember 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 10:15, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Guðrún Helgadóttir, Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Sögusetur ísl.hestsins - umsókn um  fjárframlag
 
 
Mál nr. SV070543
 
Lagt fram bréf frá Sögusetri íslenska hestsins ses dagsett 30. október 2007, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að fjármagna starfsemi setursins á árinu 2008.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2008
 
 
 
2.
Rauði krossinn - umsókn niðurf.fasteignagj.2008
 
 
Mál nr. SV070544
 
Lagt fram bréf frá Rauða krossi Íslands, Skagafjarðardeild, dagsett 1. nóvember 2007 varðandi styrk til greiðslu fasteignaskatts 2007 af fasteigninni Aðalgötu 10b.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Rauða krossinn um 70#PR af fasteignaskatti ársins 2007, kr. 98.545 skv. heimild í reglugerð.
 
 
 
3.
071029 Fræðslunefnd 28
 
 
Mál nr. SV070550
 
Erindi frá fundi fræðslunefndar 29. október 2007.
Lækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjaldskrárbreyting í Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar.
 
 
 
4.
Sauðárkrókshöfn - bygging fyrirstöðugarðs
 
 
Mál nr. SV070539
 
Erindi vísað frá umhverfis- og samgöngunefnd 9. nóvember 2007.  Nefndin samþykkti að taka tilboði Víðimelsbræðra ehf og ganga til samninga við þá á grundvelli tilboðs þeirra sem hljóðaði upp á kr. 6.264.000.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.
 
 
 
5.
Alice á Íslandi ehf - umsókn um styrk f.fasteignagj.
 
 
Mál nr. SV070545
 
Lagt fram bréf frá fyrirtækinu Alice á Íslandi ehf, dagsett 5. nóvember 2007, þar sem sótt er um styrk eða greiðslufrest vegna fasteignagjalda félagsins í tengslum uppbyggingu á fiskeldi að Lambanes-Reykjum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar.
 
 
6.
Veiðifélag Miklavatns og Fljótaaár - aðalfundur 2007
 
 
Mál nr. SV070546
 
Lagt fram fundarboð um aðalfund Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár þann 18. nóvember nk.
Byggðarráð samþykkir að fela landbúnaðarnefnd að tilnefna fulltrúa á fundinn.
 
 
7.
Hótel Tindastóll rekstrarleyfi - umsagnarbeiðni
 
 
Mál nr. SV070547
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 9. nóvember 2007, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Norðar ehf um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Hótel Tindastól.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls - kynning
 
 
Mál nr. SV070548
 
Lagt fram afrit af bréfi unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Umf. Tindastóls til félags- og tómstundanefndar, þar sem starfsemi ráðsins er kynnt.
 
 
9.
Rekstrarupplýsingar janúar-september 2007
 
 
Mál nr. SV070549
 
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - september 2007.
Einnig kynnt tímaáætlun varðandi vinnu við fjárhagsáætlun 2008.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:40
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar