Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

406. fundur 18. október 2007
 
Fundur  406
18. október 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 18. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Bjarni Jónsson
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 

Fundarritari var Áskell Heiðar Ásgeirsson.

 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007
 
 
Mál nr. SV070512
 
 
Lögð fram tillaga að endurskoðari fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.  Breytingarnar sem gerðar hafa verið eru einungis þær sem sveitarstjórn hefur tekið ákvarðanir um á árinu 2007.  Einnig er tekjum breytt til samræmis við álagningu ársins, staðfest framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og innri veltu. Breytingar frá fyrri áætlun A og B hluta er þessar helstar:  Tekjur lækka um 8.750 þús.kr., gjöld án fjármagnsliða lækka um 24.628 þús.kr. m.t.t. leiðréttingar innri veltu .  Nettó breytingar rekstrarliða er lækkun gjalda um 15.878 þús.kr.  Eignfærslur og fjárfestingar hækka um kr. 45.000 þús.kr. 
Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar fyrir A og B hluta er rekstrarhalli að upphæð 39.818 þús.kr.  Eignir samtals 4.060.905 þús.kr. Skammtímaskuldir 543.152 þús.kr., langtímaskuldir 2.116.866 þús.kr., skuldbindingar 653.807 þús.kr. og eigið fé 747.080 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri áætlun til sveitarstjórnar.
 
 
 
 
2.
UMSS söguritun - styrkbeiðni
 
 
Mál nr. SV070497
 
 
Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, dagsett 1. október 2007, þar sem óskað er eftir styrk til ritunar sögu sambandsins í tilefni af 100 ára afmæli þess árið 2010.  Óskað er eftir 500 þús. kr. á ári tímabilið 2008-2010.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
 
 
 
3.
Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins
 
 
Mál nr. SV070500
 
 
Lagt fram bréf frá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi, dagsett 5. október 2007, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til starfseminnar.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
 
 
 
4.
Farskólinn beiðni um rekstrarstyrk 2008
 
 
Mál nr. SV070510
 
 
Lagt fram bréf frá Farskólanum - miðstöð símenntunar, dagsett 10. október 2007, þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar árið 2008 að upphæð kr. 3.630.000.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
 
 
 
5.
Rekstrarstyrkur til björgunarsveita í Skagafirði
 
 
Mál nr. FS070003
 
 
Lagt fram bréf dagsett 15. október 2007 frá björgunarsveitunum í Skagafirði varðandi rekstrarstyrki til þeirra.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar en sveitarstjóra jafnframt falið að ræða við björgunarsveitir varðandi mögulega samninga um rekstrarstyrki.
 
 
 
 
6.
Lindargata 13 endurgerð - styrkbeiðni
 
 
Mál nr. SV070498
 
 
Lagt fram bréf frá íbúum Lindargötu 13, Skr., dagsett 2. október 2007, þar sem óskað er eftir styrk til að gera upp elsta íbúðarhúsið á Sauðárkróki og laga umhverfi þess.
Samþykkt að vísa málinu til Skipulags- og bygginganefndar.
 
 
 
 
7.
Jörðin Mýrakot
 
 
Mál nr. SV070357
 
 
Erindi frá Ragnheiði Jónsdóttur, Mýrakoti, dagsett 17. júní 2007, þar sem hún óskar eftir meðmælum sveitarfélagsins til að fá keypta ábýlisjörð sína Mýrakot, landnúmer 146570.  Áður á dagskrá byggðarráðs 26. júní 2007.  Einnig lagt fram afrit af bréfi landbúnaðarráðuneytisins dagsett 11. október 2007 þar sem óskað eftir ítarlegri umsögn sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að ræða nánar við málsaðila og svara erindi landbúnaðarráðuneytisins.
 
 
 
 
8.
Fundur með þingmönnum kjördæmisins
 
 
Mál nr. SV070513
 
 
Lagt fram erindi frá SSNV þar sem sveitarfélaginu er boðið að senda tvo fulltrúa frá sveitarstjórn Skagafjarðar á fund þingmanna í Norðvesturkjördæmi í Varmahlíð föstudaginn 26. okt. nk.   Óskað er eftir því að fulltrúar meiri- og minnihluta verði boðaðir.
 
Byggðarráð þekkist boðið en felur sveitarstjóra jafnframt að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins til að fara yfir málefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar.  Ástæða þess er að knappur tími og takmörkuð aðkoma fulltrúa á fyrirhuguðum fundi býður ekki upp á það að þingmenn kynni sér málefni sveitarfélagsins sem skyldi.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
9.
Aðalskipulagsgerð sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV070511
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 10. október 2007 varðandi aðalskipulagsgerð sveitarfélaga.
 
 
 
 
10.
Náttúrustofa - endursk. rekstrarsamnings
 
 
Mál nr. SV070499
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum náttúrustofa, dagsett 19. september 2007, varðandi endurskoðun samninga vegna reksturs náttúrustofa.
Byggðarráð áréttar að Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins og því skuli beina þangað fyrirspurnum varðandi launamál sem snúa að náttúrustofu.
 
 
 
 
11.
Varmilækur land 212970 - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV070501
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 5. okt. 2007, þar sem tilkynnt er um sölu á Varmalæk land 212970.  Seljandi er Björn Sveinsson. Kaupendur eru Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Heiða Friðriksdóttir.
 
 
 
 
12.
Útkallsnúmer björgunarsveita í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV070509
 
 
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. október 2007 frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, svæðisstjórn á svæði 10.  Kynnt er útkallsnúmerið 849-3718 fyrir björgunarsveitir í Skagafirði.
 
 
 
 
13.
Lækkun hitakostnaðar íbúðarhúsnæðis
 
 
Mál nr. SV070502
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, dagsett 28. september 2007 þar sem kynnt er skýrsla um lækkun hitakostnaðar íbúðarhúsnæðis.
 
 
 
 
14.
Bréf frá sýslumanni v. embættisreksturs
 
 
Mál nr. SV070467
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 9. október 2007 varðandi upplýsingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs 20. september sl.
Byggðarráð stefnið að því að funda með sýslumanni um málið sem fyrst.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:45 Áskell Heiðar Ásgeirsson, ritari fundargerðar
 
 
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,
Sigríður Björnsdóttir
Bjarni Jónsson