Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

390. fundur 15. maí 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  390 - 15. maí 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 15. maí kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Veiðifélag Laxár, Skefilsstaðahreppi - Aðalfundarboð 2007
 
 
Mál nr. SV070268
 
Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi.  Fundarstaður Félagsheimilið Ljósheimar, 20. maí 2007 kl. 14.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og formanni landbúnaðarnefndar að tilnefna fulltrúa á fundinn.
 
 
2.
Skólahreysti - beiðni um styrk
 
 
Mál nr. SV070269
 
Lagt fram bréf frá Icefitness ehf, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 til að standa straum af verkefninu Skólahreysti 2007.
Byggðarráð samþykkir vísa erindinu til fræðslunefndar.
 
 
3.
Öldustígur 13 - umsögn v.gistingar
 
 
Mál nr. SV070271
 
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Kristínar S. Ögmundsdóttur um að reka gistingu á einkaheimili á efri hæð fasteignarinnar að Öldustíg 13, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
4.
Ópera Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV070273
 
Lagt fram erindi frá Óperu Skagafjarðar þar sem óskað er eftir afslætti af húsaleigu í Íþróttahúsinu í Varmahlíð.
Byggðarráð tekjur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn menningar- og kynningarnefndar.
 
 
5.
Sölvanes, umsögn vegna gistiþjónustu
 
 
Mál nr. SV070274
 
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Óskarssonar um endurnýjun á leyfi til að reka gistiþjónustu á einkaheimili sínu og eldra húsi á jörðinni Sölvanesi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Upplýsingar um rekstur - jan-mars 2007
 
 
Mál nr. SV070272
 
Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar fyrstu þrjá mánuði ársins fyrir sveitarfélagið og stofnanir.
 
 
7.
Þrastarstaðir - skiptayfirlýsing
 
 
Mál nr. SV070270
 
Lögð fram til kynningar skiptayfirlýsing á jörðinni Þrastarstöðum, landnúmer 146605.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:08
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar