Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

371. fundur 05. desember 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  371 - 5. desember 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 5. desember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson.
 
Gunnar Bragi Sveinsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fjárhagsáætlun 2007 - 3ja ára áætlun 2008 - 2010
 
 
Mál nr. SV060640
 
Farið yfir fjárhagsáætlun næsta árs og forsendur þriggja ára áætlunar 2008 - 2010.
 
 
2.
Útreikningur afsl. af fasteignasköttum
 
 
Mál nr. SV060537
 
Samráðshópur um nýtt álagningarkerfi fasteignaskatta sendir sveitarfélögum bréf og vekur athygli á því að í álagningakerfinu í Landsskrá fasteigna er boðið upp á tengingu við skrár Ríkisskattstjóra svo sveitarfélög geti framkvæmt sjálfvirkan útreikning afslátta til elli- og örorkulífeyrisþega.  Erindi þetta var tekið fyrir í byggðarráði  24. okt. s.l og var þá frestað.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér þá sjálfvirknimöguleika álagningarkerfis Landsskrár fasteigna til að reikna út afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af  fasteignaskatti.
 
 
3.
Reglur um styrkveitingar á móti fasteignagjöldum
 
 
Mál nr. SV060639
 
Fyrir fundinum lágu drög að reglum um veitingu styrkja á móti álagningu fasteignaskatta á húsnæði sem í er starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að útfærslu reglugerðarinnar.
 
 
4.
Suðurgata 5 - umsókn um rekstrarstyrk
 
 
Mál nr. SV060636
 
Lagt fram bréf frá Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks dagsett 28. nóvember 2006 þar sem sótt er um styrk á móti fasteignagjaldaálagningu áranna 2005 og 2006, þar sem félagið hafi engar tekjur af starfsemi í húsinu.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis.
 
 
5.
Fasteignagjöld Aðalgötu 23, Villa Nova
 
 
Mál nr. SV060641
 
Bréf frá stjórn Villa Nova ehf. dagsett 1. desember 2006 þar sem sótt er um styrk á móti fasteignasköttum á eign félagsins að Aðalgötu 23.  Húsið er í endurbyggingu og litlar tekjur af starfsemi í því sem standa ekki undir rekstrarkostnaði.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis.
 
 
6.
Fluga hf - aðalfundarboð
 
 
Mál nr. SV060637
 
Boðað er til aðalfundar Flugu hf. fimmtudaginn 7. desember n.k.
Byggðarráð leggur það til við hluthafafundinn að núverandi stjórn verði kjörin til setu til næsta aðalfundar. Byggðarráð lýsir yfir vilja til að koma að því að vinna með stjórninni að framtíðaráformum félagsins. Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjá sér fært að mæta, fari hlutfallslega með atkvæðisrétt.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Menningarsamningur
 
 
Mál nr. SV060638
 
Fulltrúi Skagafjarðar í Menningarráði, Guðrún Helgadóttir og Katrín María Andrésdóttir starfsmaður SSNV mættu á fundinn og kynntu drög að menningarsamningi. Viku þær síðan af fundi.
 
Erindi til afgreiðslu
 
8.
Sjávarleður hf - hlutafé
 
 
Mál nr. SV060643
 
Lagður fram tölvupóstur frá Gunnsteini Björnssyni dagsettur 27. nóvember 2006, þar sem hann leggur fram tilboð á genginu 1, í hlut sveitarfélagins í Sjávarleðri hf., fyrir hönd þriðja aðila.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá fyrirtækinu Sjávarleðri hf. áður en ákvörðun verði tekin um mögulega sölu.
 
Lagt fram
 
9.
Unadalur - spurt um land til kaups
 
 
Mál nr. SV060644
 
Tölvupóstur frá Grími Valdimarssyni dagsettur 22. nóvember 2006, þar sem spurt er um hvort jarðir eða lönd sveitarfélagsins við Hofós og í Unadal séu föl.
Byggðarráð vill taka fram að ekki er fyrirhuguð sala á löndum í eigu sveitarfélagsins.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:10
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar