Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

370. fundur 29. nóvember 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  370 - 29. nóvember 2006
 
Ár 2006, miðvikudaginn 29. nóvember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fjárhagsáætlun 2007
 
 
Mál nr. SV060605
 
Unnið áfram að tillögu að fjárhagsáætlun 2007 vegna fyrri umræðu í sveitarstjórn. Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri tæknisviðs kom inn á fundinn og svaraði fyrirspurnum um framkvæmdaáætlun 2007.  Vék hann svo af fundi. Einnig kom á fundinn Ingvar Páll Ingvarsson og skýrði tillögu um sérstakt viðhald fasteigna eignasjóðs.  Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi álagningarforsendur fyrir fjárhagsáætlun 2007.
 
Breytingar á fasteignaskatti ársins 2007:
A flokkur, álagningarhlutfall 0,44#PR, B-flokkur 0,88#PR, C-flokkur 1,65#PR.
 
Lóðarleiga íbúðalóða 1#PR, lóðarleiga atvinnulóða 2#PR.
Leiga ræktunarlands 0,60 kr./m2
 
Gjalddagar fasteignagjalda verði átta á tímabilinu febrúar til og með september 2007.
 
Byggðarráð samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði verði svo á árinu 2007:
1. grein:
Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði kr. 10.000
Sorphirðugjald á ílát, sumarhús kr. 3.500
 
2. grein:
Sorpurðunargjald liður I:
Flokkur 1, kr. 8.000
Flokkur 2, kr. 43.000
Flokkur 3, kr. 129.000
Flokkur 4, kr. 258.000
Flokkur 5, kr. 516.000
 
Sorpurðunargjald liður II:
Bújarðir með atvinnustarfsemi, kr. 9.500
Þjónustubýli, kr. 4.500
Sumarbústaðir, kr. 3.500
 
Byggðarráð samþykkir að gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði verði svo á árinu 2007:
 
2. grein.
Fráveitugjald verður 0,275#PR af álagningarstofni.
 
3. grein.
Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa:
0-2000 ltr. árgjald 4.300 kr.
2001-4000 ltr. árgjald 5.000 kr.
4001-6000 ltr. árgjald 6.000 kr.
stærri en 6000 ltr. kr. 3.000 pr. m3.
Aukatæming kr. 4.300.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa til sveitarstjórnar, til fyrri umræðu, tillögu sveitarstjóra um fjárhagsáætlun 2007 með áorðnum breytingum.
 
 
2.
Kynning á gerð menningarsamnings við ríkið
 
 
Mál nr. SV060601
 
Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 15. nóvember 2006, varðandi kynningu á vinnu að gerð menningarsamnings við ríkið fyrir sveitarfélög á Norðurlandi vestra.  Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til að kynna verkefnið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúum SSNV að kynna verkefnið á næsta byggðarráðsfundi.  Einnig er sveitarstjórnarmönnum og fulltrúum í menningar- og kynningarnefnd boðið að koma á byggðarráðsfundinn og hlýða á boðskapinn undir þessum þessum dagskrárlið.
 
 
3.
Barð í Fljótum - beiðni um meðmæli v.kaupa
 
 
Mál nr. SV060602
 
Bréf frá Símoni Gestssyni, dagsett 23. nóvember 2006, þar sem hann óskar eftir meðmælum vegna kaupa á ríkisjörðinni Barði í Fljótum.
Umsögn vegna sölu ríkisjarðarinnar Barðs í Fljótum.
Á jörðinni Barði í Fljótum hafa ábúendur jarðarinnar Símon Gestsson og Heiðrún Alfreðsdóttir haft jörðina í ábúð frá árinu 1970.  Eiga þau þar  lögheimili og stunda almennan búskap.  Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hafa ábúendur setið vel og mælir byggðarráð með því að þeir fái jörðina keypta.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Frumvarp til laga um Landsvirkjun 364./ 365. mál
 
 
Mál nr. SV060603
 
Bréf frá iðnaðarnefnd Alþingis dagsett 22. nóvember 2006, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Landsvirkjun, 364. mál, eignarhald og fyrirsvar, og frumvarp til laga um breytingu á lögum á orkusviði, 365. mál, eignarhlutir ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða og Rarik.
Byggðarráð telur þann frest. sem nefndin gefur til umsagnar, afar skamman og telur nauðsynlegt að sveitarstjórnarfulltrúar fái tækifæri að kynna sér málið nánar. Afgreiðslu frestað.
 
Erindi til afgreiðslu
 
5.
Málefni Eignasjóðs
 
 
Mál nr. SV060606
 
Tilboð í eignir sjóðsins við Laugatúni  9, n.h.. og Jöklatún 4.
Tilboð í Laugatún 9 bárust frá Hrafnhildi Jónsdóttur að upphæð kr. 12.500.000, Halldóri Svanlaugssyni að upphæð kr. 11.000.000, Ísaki S. Einarssyni að upphæð kr. 11.000.000, Guðmundi Rúnari Guðmundssyni að upphæð kr. 10.800.000, Sigrúnu Hrönn Pálmadóttur að upphæð kr. 10.600.000 og Guðrúnu Árnadóttur að upphæð kr. 10.500.000.
Tilboð í Jöklatún 4 bárust frá Ísaki S. Einarssyni að upphæð kr. 10.400.000, Sigrúnu Hrönn Pálmadóttur að upphæð kr. 9.800.000 og Garðari Víði Gunnarssyni að upphæð kr. 6.960.800.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Hrafnhildar Jónsdóttur í Laugatún 9 að upphæð kr. 12.500.000 og að taka tilboði Ísaks S. Einarssonar í Jöklatún 4 að upphæð kr. 10.400.000.
Sviðsstjóra eignasjóðs falið að ganga frá málunum.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Framkvæmd bókunar I í kjarasamningi LN og FL ofl
 
 
Mál nr. SV060604
 
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Karli Björnssyni fh. Launanefndar sveitarfélaga, dagsettur 23. nóvember 2006, varðandi framkvæmd bókunar í kjarasamningi LN og FL. TV-einingar og staðan í kjaraviðræðum við FÍN. Einnig lagt fram bréf frá Félagi ísl. náttúrufræðinga frá 20. nóvember 2006 vegna stöðu viðræðna FÍN við LN.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:20
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar