Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

368. fundur 15. nóvember 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  368 - 15. nóvember 2006
 
Ár 2006, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Áskell Heiðar Ásgeirsson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fjárhagsáætlun 2007
 
 
Mál nr. SV060591
 
Lagðar fram tillögur sem fyrir liggja frá nefndum og forstöðumönnum einstakra sviða og stofnana um fjárhagsáætlun ársins 2007.
 
 
2.
Framkvæmdir - fjármögnun
 
 
Mál nr. SV060590
 
Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og þriggja ára áætlunar þarf að skoða sérstaklega tillögur að nýframkvæmdum sem rætt hefur verið að ráðast þurfi í á næstu árurm og mögulegar leiðir til fjármögnunar þeirra.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að skoða mögulegar leiðir til fjármögnunar nýframkvæmda og leggja tillögur fyrir byggðarráð.
 
 
3.
Þjónustusamn. um ferðamál á Nl. - drög
(Ársreikningur 2005 liggur frammi) 
 
Mál nr. SV060583
 
 
Fyrir liggur erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings þess sem í gildi er við Markaðsskrifstofuna en hann rennur út um næstu áramót. Fylgir erindinu tillaga að samningi sem byggir að mestu á gildandi samningi auk ársreiknings Markaðsskrifstofunnar fyrir árið 2005. Liggur hann frammi í ráðhúsinu til kynningar.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
 
 
4.
Ósk um framlengingu starfssamnings
 
 
Mál nr. SV060584
 
Fyrir fundinum liggur erindi frá Kristjáni Kristjánssyni þar sem hann óskar eftir því að starfssamningur við hann, sem rennur út um næstu áramót, verði framlengdur um óákveðinn tíma með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti.
Byggðarráð sér sér ekki fært að framlengja starfssamning í óbreyttri mynd.  Sveitarstjóra falið að ræða við Kristján um málið.
 
 
5.
Jafnréttisáætlun Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV060097
 
Félags- og tómstundanefnd hefur afgreitt frá sér endurskoðaða tillögu að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
 
 
 
6.
Heilbrigðiseftirlit Nl.v. - Fjárhagsáætlun 2007
 
 
Mál nr. SV060589
 
Borist hefur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra fundargerð stjórnarfundar frá 6. nóv. s.l. ásamt fjárhagsáætlun eftirlitsins fyrir árið 2007 sem samþykkt var á fundinum.  Áætlunin gerir ráð fyrir hækkun á heildarframlagi sveitarfélaganna úr kr. 6.750.000 í kr. 7.000.000 á árinu og að yfirlit yfir kostnaðarhlutdeild hvers og eins þeirra verði sent út í desember. 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Hvatning til aukins vægis skógræktar
 
 
Mál nr. SV060593
 
Skógræktarfélag Íslands sendir ályktun aðalfundar félagsins frá 26.- 27. ágúst s.l. þar sem sveitarfélög eru hvött til að ætla skógrækt aukið vægi í aðal- og deiliskipulagsáætlunum sínum, með það að markmiði að skipulag útivistarskóga og þéttbýlis geti þróast með gildi útivistar, lýðheilsu og umhverfisverndar að leiðarljósi.
 
 
8.
SSNV stjórnarf. 061003
 
 
Mál nr. SV060592
 
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 30. okt. s.l.
 
 
9.
Skýrsla umboðsmanns Alþingis f. árið 2005
(Skýrsla liggur frammi) 
 
Mál nr. SV060586
 
 
 
 
10.
Stöðuskýrsla um þinglýsingarhluta Landskrár fasteigna
(Stöðuskýrsla liggur frammi) 
 
Mál nr. SV060585
 
 
Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla Fasteignamats ríkisins um þinglýsingarhluta Landsskrár fasteigna í því sýslumannsumdæmi sem sveitarfélagið tilheyrir. Skýrslan liggur frammi í ráðhúsi .
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:30, Áskell Heiðar Ásgeirsson ritari fundargerðar
 
Bjarni Egilsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson