Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

365. fundur 31. október 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  365 - 31. október 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 31. október kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason áheyrnarfulltúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Skipun fulltrúa í samráðsnefnd sveitarfélags og stéttafélaga
 
 
Mál nr. SV060556
 
Skipa þarf fulltrúa í samráðsnefnd sveitarfélagsins og stéttafélaga og endurmatsnefnd starfsmats.
Byggðarráð samþykkir að kjaranefnd annist málefni nefndanna.
 
 
2.
Erindi frá Stígamótum - styrkumsókn
 
 
Mál nr. SV060549
 
Lagt fram bréf frá Stígamótum, dagsett 19. október 2006, þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemina á árinu 2007.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2007.
 
 
3.
Endurupptaka fasteignamats að beiðni eiganda
 
 
Mál nr. SV060551
 
Lagt fram afrit af bréfi Fasteignamats ríkisins til Fulltingi ehf - lögfræðiþjónustu, dagsett 16. október 2006 varðandi endurmat á fasteignum Olíudreifingar ehf. við Eyrarveg, fastanúmer 213-1421.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fylgjast með málinu.
 
 
4.
Umsögn um frumvarp til laga um lögheimili osfrv
 
 
Mál nr. SV060554
 
Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 19. október 2006, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög, 220. mál óheimil skráning lögheimilis í frístundabyggð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
 
 
5.
Umsókn um námsleyfi
 
 
Mál nr. SV060488
 
Bréf frá Hallgrími Ingólfssyni sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett 15. september 2006 þar sem hann sækir um níu mánaða námsleyfi.
Byggðarráð samþykkir að veita Hallgrími leyfið og felur sveitarstjóra að ganga frá málum við hann.
 
 
6.
Fjáhagsáætlun 2007 - funda- og vinnutilhögun
 
 
Mál nr. SV060561
 
Lögð fram tillaga um vinnutilhögun við fjárhagsáætlanagerð og tillaga að breyttum fundardögum sveitarstjórnar í tengslum við þá vinnu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.
 
 
7.
Bygging menningarhúsa - Bygg.nefnd
Kjör fulltrúa sveitarfél. í byggingarnefnd 
 
Mál nr. SV060545
 
 
Tillaga frá Gísla Árnasyni (Vg):
#GLByggðarráð samþykkir að fulltrúar allra flokka, sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn, sitji í byggingarnefnd menningarhúsa.#GL
Greinargerð.
11. janúar 2005 samþykkir  byggðarráð að stjórn eignarsjóðs sveitarfélagins verði í bygginarnefnd menningarhúsa.  Öll þau framboð, sem fulltrúa áttu í sveitarstjórn, höfðu því aðkomu að  bygginarnefndinni.
Í ljósi þessa, og að í meirihlutasamningi Framsóknarflokks og Samfylkingar er sérstaklega tekið fram að #GLjákvæðni, samstaða og vinnugleði eiga að einkenna störf sveitarstjórnar#GL kemur afgreiðsla byggðarráðs þann 24. október síðastliðinn því mjög á óvart, þar sem samþykkt var að meina einu framboði aðkomu að byggingarnefnd menningarhúsa.
Tillögu þessari er ætlað að ráða bót á því.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar, Gunnar Bragi og Gréta Sjöfn samþykkja að vísa tillögunni frá og vísa til fyrri afgreiðslu þessa máls.  Bjarni Egilsson óskar bókað að hann telji að taka eigi tillöguna til afgreiðslu.
Gísli Árnason óskar bókað:
#GLÍ aðdraganda sveitarstjórnarkosninga síðastliðið vor var fulltrúum núverandi meirihlutaflokka, Framsóknar og Samfylkingar, tíðrætt um breytt og bætt vinnubrögð innan  sveitastjórnarinnar. Samfylkingin lagði t.d. sérstaka áherslu á #GL bætt vinnubrögð með aukinni samvinnu og samstarfi#GL. Miðað við þessa afgreiðslu á tillögu minni er ljóst að ekki fara saman orð og efndir. Er það miður.#GL
 
 
8.
Málefni eignasjóðs
Afnot Hólaskóla af Freyjugötu 7, Skr. 
 
Mál nr. SV060553
 
 
Bréf frá Hólaskóla, dagsett 16. október 2006, þar sem er óskað eftir að skólinn fái húsnæðið Freyjugötu 7, Skr., áfram til afnota endurgjaldslaust þar til farið verður í það að rífa húsin.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Hólaskóla um upphæð húsaleigunnar fyrir fasteignina Freyjugötu 7, Skr., frá og með 1. ágúst 2006 til 31. maí 2007.
Málaflokkur 04590 verður gjaldfærður fyrir leigunni og fjárútlátum ársins 2006 mætt með auknum tekjum eða lántöku ef þörf krefur.
 
 
9.
Málefni eignasjóðs
Grenihlíð 26, Sauðárkróki 
 
Mál nr. SV060543
 
 
Elsa Jónsdóttir sviðstjóri eignasjóðs kom inn á fundinn og kynnti nýtt tilboð frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni.
Ekki hefur náðst samkomulag um verð og samþykkir byggðarráð að fresta sölu á íbúðinni.
 
 
10.
Málefni eignasjóðs  - Sætún 7, Hofsósi 
 
Mál nr. SV060457
 
Lagt fram verðmat fasteignasala á fasteigninni Sætúni 7 á Hofsósi.  Erindið áður á dagskrá 17. október 2006.
Einnig lagt fram tilboð frá Emmu Sif Björnsdóttur og Bjarka Má Árnasyni í fasteignina.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu og felur sveitarstjóra og sviðstjóra eignasjóðs að ræða við tilboðsgjafa um erindið.
Elsa vék af fundi.
 
Lagt fram til kynningar
 
11.
Miðgarður í Skagafirði - Bréf frá menntamálaráðherra
 
 
Mál nr. SV060552
 
Bréf frá menntamálaráðherra dagsett 23. október 2006, þar sem ráðherra tilkynnir að menntamálaráðuneytið geti fyrir sitt leyti fallist á að framlag þess til Miðgarðs verði allt að 20 mkr. hærra en samningurinn gerir ráð fyrir, ef það mætti verða til þess að liðka fyrir því að hægt verði að ljúka endurbótum á Miðgarði á metnaðarfullan hátt.  Heildarfjárhæð til Miðgarðs og byggingar menningarhúss á Sauðárkróki verður eigi að síður óbreytt frá því sem áður hefur verið ákveðið af hálfu ríkisins.
Byggðarráð fagnar bréfinu og óskar eftir viðræðum við menntamálaráðherra um menningarhúsin í Skagafirði, hið fyrsta.
 
 
12.
Þinglýsing yfirlýsinga v.sameiningar sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV060550
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Fasteignamati ríkisins, dagsett 24. október 2006 varðandi þinglýsingu yfirlýsinga vegna sameiningar sveitarfélaga.
 
 
13.
Umhverfismat Samgönguáætlunar 2007-2018
 
 
Mál nr. SV060518
 
Lagt fram til kynningar umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018.  Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismatið er til og með 20. nóvember nk.  Gögn vegna þessa erindis má finna á eftirtöldum heimasíðum: www.samgongudraduneyti.is - www.caa.is - www.sigling.is og vegagerdin.is
 
 
14.
Eignarhaldsfélag BÍ - Ágóðahlutagreiðsla
 
 
Mál nr. SV060389
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett 26. október 2006 varðandi ágóðahlut EBÍ fyrir árið 2007.
 
 
15.
Ályktanir aðalfundar SUNN 2006
 
 
Mál nr. SV060559
 
Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar SUNN 2006.
 
 
16.
Sveitarsjóður Akrahr. - Ársreikn 2005
 
 
Mál nr. SV060560
 
Ársreikningur Akrahrepps fyrir árið 2005 lagður fram til kynningar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:20
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar