Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

363. fundur 17. október 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  363 - 17. október 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 17. október kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Gunnar Bragi Sveinsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Lagt fram
 
1.
Hestamannafélagið Léttfeti
 
 
Mál nr. SV060519
 
Guðmundur Sveinsson formaður Hestamannafélagsins Léttfeta koma á fundinn til viðræðu um ýmis mál er varða félagið og sveitarfélagið s.s. reiðvegi í þéttbýli og gatna- og umhverfismál í hesthúsahverfinu. Vék hann síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir að vísa hugmyndum hestamannafélagsins um framkvæmdir í og við hesthúsahverfið til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV060515
 
Lagður fram samningur um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki með gildistíma frá og með 1. janúar 2006.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
 
3.
Erindi frá Fjölís
Samningur um fjölföldun verndaðra verka 
 
Mál nr. SV060511
 
 
Bréf frá Fjölís, dagsett 22. september 2006 varðandi samning um fjölföldun verndaðra verka.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða þetta mál frekar og reyna að ná hagstæðum samningi fyrir sveitarfélagið.
 
 
4.
FSNV - Rekstrarstyrkur f. árið 2007
 
 
Mál nr. SV060513
 
Bréf frá Farskólanum - miðstöð símenntunar, dagsett 10. október 2006, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð kr. 3.508.000 vegna reksturs skólans á árinu 2007.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
 
 
5.
Um fráveitugjald og tæmingu rotþróa í svf.
 
 
Mál nr. SV060058
 
Lagt fram bréf frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar, dagsett 10. október 2006, þar sem óskað er svara við áður sendu erindi um fráveitumál.  Áður á dagskrá byggðarráðs 7. mars 2006.  Einnig fylgir með áskorun frá aðalfundi félagsins frá 24. apríl 2006, til sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um úrbætur í sorphirðumálum. Hallgrímur Ingólfsson sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn til að upplýsa fundarmenn. Vék hann síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og Hallgrími að svara erindinu um fráveitumál og tæmingu rotþróa til sveita.  Einnig samþykkir byggðarráð að vísa áskorun Búnaðarfélags Skagfirðinga frá 24. apríl sl. til umhverfis- og samgöngunefndar.
 
 
6.
Könnun meðal foreldra leikskólabarna
 
 
Mál nr. SV060517
 
Lögð fram niðurstaða  könnunar fræðslunefndar á því hvort þörf væri á að leikskólar hæfu starfsemi fyrr á morgnana en nú er.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslunefnd að útvíkka könnunina og leita álits  helstu atvinnurekenda í Skagafirði á hagsmunum þeirra ef opnunartíma leikskólanna yrði flýtt og fá fram hugsanlegan fjölda starfsmanna sem myndu nýta sér þjónustuna og hvort það hefði áhrif á mannaráðningar.
 
 
7.
Málefni Eignasjóðs
Umgengni um leikskólalóð 
 
Mál nr. SV060516
 
 
Lagt fram bréf frá Rúnari Vífilssyni fræðslu- og íþróttafulltrúa, dagsett 12. október 2006, varðandi umferð og slæma umgengni á lóð leikskólans Glaðheima eftir lokun skólans.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
 
 
8.
Viðræður um strandflutninga
 
 
Mál nr. SV060520
 
Bjarni Jónsson (Vg) leggur fram svohljóðandi tillögu:
#GLSveitarfélagið Skagafjörður óski eftir viðræðum við Samgönguráðuneytið og aðila sem lýst hafa áhuga á að hefja aftur reglubundna strandflutninga, um Sauðárkrók sem fastan viðkomustað þegar skipulegir sjóflutningar verða hafnir að nýju.
 
Greinargerð:
Samgönguráðuneytið hefur að undaförnu unnið að því að reglubundnir strandflutningar verði hafnir að nýju. Fyrirtæki í sjóflutningum eins og Atlantsskip hafa lýst áhuga sínum á að hefja slíka flutninga, jafnvel í ársbyrjun 2007 og stendur nú yfir könnun á mögulegum viðkomustöðum. Undanfarin ár hafa strandsiglingar smám saman verið að leggjast af hér á landi þrátt fyrir að sjóflutningar meðfram strandlengjunni séu verulega vannýttur samgöngukostur. Mikilvægt er að gripið verði til aðgerða til að snúa þessari þróun við og efla strandsiglingar sem einn meginþátt vöruflutninga- og samgöngukerfis landsmanna. Þá má benda á það álag sem þungaflutningar valda á vegakerfið og skert umferðaröryggi. Um leið og það er mikilvægt að samgönguráðherra og Alþingi beiti sér fyrir því að reglulegir strandflutningar verði teknir upp á nýjan leik, þá er einnig mikilvægt frumkvæði fyrirtækja í sjóflutningum og heimamanna sjálfra á viðkomandi stöðum. Sauðárkrókur er vel í sveit settur sem viðkomustaður strandflutninga ásamt því að hér er margvísleg starfsemi sem myndi hafa mikinn hag af slíkri þjónustu. Því er lagt til að Sveitarfélagið Skagafjörður beiti sér fyrir viðræðum við Samgönguráðuneytið og aðila er hyggja á sjóflutninga til nýrra áfangastaða og kynni kosti Skagafjarðar í því sambandi.
Bjarni Jónsson#GL
 
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til umhverfis- og samgöngunefndar.
 

 
9.
Fjárhagsáætlun 2006 - Endurskoðun áætlunar
 
 
Mál nr. SV060508
 
Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.  Breytingarnar sem gerðar hafa verið eru einungis þær sem sveitarstjórn hefur tekið ákvarðanir um á árinu 2006.  Einnig er tekjum breytt til samræmis við álagningu ársins og staðfest framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Breytingar frá fyrri áætlun A og B hluta er þessar helstar:  Tekjur hækka um 69.247 þús.kr., gjöld án fjármagnsliða hækka um 136.806 þús.kr., og fjármagnsliðir hækka um 61.875 þús.kr.  Nettó breytingar rekstrarliða er hækkun gjalda um 129.434 þús.kr.  Eignfærslur og fjárfestingar hækka um kr. 57.540 þús.kr.  Reiknuð lífeyrisskuldbinding hækkar um 43.570 þús.kr.
Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar fyrir A og B hluta er rekstrarhalli að upphæð 164.799 þús.kr.  Eignir samtals 3.713.537 þús.kr. Skammtímaskuldir 469.578 þús.kr., langtímaskuldir 2.029.750 þús.kr., skuldbindingar 569.412 þús.kr. og eigið fé 644.798 þús.kr.
Ljóst er að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mun verri en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Mikilvægt er að fjárhagsáætlun sé nýtt sem stjórntæki og því samþykkir byggðarráð að allar breytingar sem samþykktar eru hverju sinni á fjárhagsáætlun verði settar strax inn í áætlunina og henni breytt, þannig að hún gefi raunhæfa mynd.
Byggðarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri áætlun til sveitarstjórnar.
 
Lagt fram
 
10.
Ungmennafélagið Tindastóll
 
 
Mál nr. SV060528
 
Erindi frá körfuknattleiks- og knattspyrnudeildum Ungmennafélagsins Tindastóls þar sem þær óska eftir styrk til að greiða niður húsaleigu íþróttahússins vegna fjölskylduskemmtunar og dansleiks 20. október 2006.
Byggðarráð samþykkir að styrkja deildirnar um þá upphæð sem húsaleigunni nemur.

11.
Almenningssamgöngur milli Hóla og Sauðárkróks
 
 
Mál nr. SV060529
 
Lagt fram erindi frá Suðurleiðum ehf, þar sem kynnt er umsókn fyrirtækisins til fjárlaganefndar Alþingis um styrk til uppbyggingar daglegra almenningssamgangna á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal.
Byggðarráð lýsir stuðningi við umsókn Suðurleiða ehf. og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við fjárlaganefnd.
 
Erindi til afgreiðslu
 
12.
Málefni Eignasjóðs -Jöklatún 4 
 
Mál nr. SV060514
 
Lagt fram erindi frá Gunnari Sandholt sviðstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs, dagsett 11. október 2006, þar sem hann óskar eftir því að sölu á íbúðinni Jöklatúni 4 verði frestað um óákveðinn tíma.  Elsa Jónsdóttir sviðstjóri eignasjóðs kom inn á fundinn.
Byggðarráð samþykkir fresta sölu íbúðarinnar um sinn.
 
 
13.
Málefni Eignasjóðs - Sætún 7 
 
Mál nr. SV060457
 
Lagt fram bréf frá Emmu Sif Björnsdóttur og Bjarka Má Árnasyni, dagsett 11. september 2006, þar sem þau óska eftir viðræðum um kaup á fasteigninni Sætúni 7 á Hofsósi.  Áður á dagskrá 19. september 2006.
Elsa vék af fundi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að láta fasteignasala verðmeta fasteignina.  Verði af sölu, þá verði íbúðin við Austurgötu 7 á Hofsósi nýtt sem félagslegt húsnæði. Málið tekið aftur til skoðunar síðar þegar verðmat liggur fyrir.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:30
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar