Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

362. fundur 10. október 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 362 - 10. október 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 10. október kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Skarðsá - Skarðsárnefnd
 
 
Mál nr. SV060506
 
Erindi vísað frá sveitarstjórn, 188. fundi dags. 24. ágúst 2006. #GLSveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela byggðarráði að yfirfara alla samninga og samþykktir er varða eignina Skarðsá í Sæmundarhlíð, með það í huga að samræmis sé gætt í afgreiðslu allra erinda sem berast sveitarstjórn varðandi eign þessa.#GL  Fulltrúar Skarðsárnefndar, Sigurður Sigfússon, formaður,  Skapti Sveinbjörnsson og Valdimar Sigmarsson mættu á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið.  Viku þeir síðan af fundi.
Byggðarráð og Skarðsárnefnd eru sammála því að Skarðsárnefnd móti tillögu að framtíðarnýtingu jarðarinnar.
 
 
2.
Fjárhagsáætlun 2006 - Endurskoðun áætlunar
 
 
Mál nr. SV060508
 
Vinna við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins kynnt og farið yfir forsendur.  Stefnt er að því að ljúka endurskoðuninni fyrir fund ráðsins og sveitarstjórnar í næstu viku.
 
 
3.
Miðgarður - menningarhús
 
 
Mál nr. ES060045
 
Lagðar fram og kynntar hugmyndir hönnuða að breytingum á hönnun þeirri sem lögð var til grundvallar í útboði s.l. vor.  Jafnframt liggja fyrir fundinum drög að verksamningi við lægstbjóðanda, Lambeyri ehf., grundvallaður á útboði verksins og nýrri magnskrá hönnuða.  Er samningurinn að fjárhæð kr. 72.171.576 með vsk.
Gísli Árnason óskar bókað:
#GLUndirritaður mótmælir harðlega því fyrirkomulagi og þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð voru við fundarboð á kynningarfund um Menningarhúsið Miðgarð, sem haldinn var í Miðgarði í gærkvöldi með hagsmunaaðilum. Áheyrnarfulltrúi VG í byggðaráði var ekki boðaður á fundinn og aðrir fengu fundarboð með örstuttum fyrirvara.
Þetta er núverandi meirihluta til vansa og lýsir ekki ábyrgri stjórnsýslu.
Gísli Árnason#GL
- og Gísli leggur fram svohljóðandi tillögu:
#GLNú þegar verði gert ráð fyrir lyftu í fyrirhuguðum framkvæmdum við Miðgarð og þannig tryggt aðgengi fyrir alla um húsið, kjallara, jarðhæð og efri hæð.
Gísli Árnason#GL
Tillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn atkvæði Bjarna Egilssonar.
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað:
#GLÁkvörðun um lyftu verður tekin á verktímanum í ljósi fjárhagslegs svigrúms. Það skal tekið fram að aðgegni allra er tryggt að aðalhæð hússins.#GL
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá verksamningi við verktaka samkvæmt fyrirliggjandi drögum.  Einnig felur byggðarráð sveitarstjóra að leita samþykkis allra sveitarstjórnarmanna til að hefja verkið áður en formlegri afgreiðslu sveitarstjórnar er lokið.
 
Bjarni Egilsson óskar bókað:
#GLÉg samþykki þessi samningsdrög svo verkið geti hafist strax en lít svo á að samningurinn komi ekki í veg fyrir að aðrir verkþættir geti bæst við síðar og vísa til fyrri afstöðu minnar í þessu máli.#GL
Byggðarráð samþykkir að halda opinn kynningarfund innan skamms tíma um framkvæmdina.
 
 
4.
Byggðakvóti - reglur um úthlutun
 
 
Mál nr. SV060507
 
Teknar voru til umræðu reglur þær um úthlutun byggðakvóta sjávarútvegsráðuneytis sem giltu um úthlutun á nýliðnu fiskveiðiári vegna undirbúnings og yfirferðar þeirra í tíma áður en kemur að kvótaúthlutun ráðneytisins að nýju.  Farið var yfir reglurnar og fyrirkomulag vinnu við endurskoðun  þeirra.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að kalla eftir skýrslum frá þeim aðilum sem fengu úthlutun á síðasta fiskveiðiári.
 
 
5.
Fjármögnunarvalkostir
Athugun á fjármögnunarvalkostum stórra framkvæmda. 
 
Mál nr. SV060512
 
Kristján Jónasson, endurskoðandi KPMG, kom á fund ráðsins til að fara yfir fjármögnunarvalkosti sem mögulegir eru vegna þeirra stóru verkefna sem framundan eru í skólabyggingum o.fl.  Vék hann síðan af fundi.
 
 
6.
Erindi frá Jarðgerð ehf.
 
 
Mál nr. SV060510
 
Jarðgerð ehf. óskar eftir heimild og samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um afsetningu afurðar (moltu) fyrirtækisins á sorphaugum sveitarfélagsins til uppgræðslu svæðisins. Samkvæmt starfsleyfi fyrirtækisins er heimilt að nota moltuna á afgirt svæði þar sem komið yrði í veg fyrir umferð búfjár.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfisnefndar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:25
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar