Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

576. fundur 15. desember 2011 kl. 09:00 - 12:24 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd

Málsnúmer 1110212Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.

Byggðarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélgsins í nefndinni verði Sigríður Magnúsdóttir.

2.Útboð á tryggingum sveitarfélagsins 2012-2015

Málsnúmer 1107092Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá 7. desember 2011 vegna opnunar tilboða í tryggingar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Tryggingarmiðstöðinni hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf. var gefinn kostur á að taka þátt í útboðinu. Eftirfarandi tilboð bárust:

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 18.479.589 kr. ársiðgjald

Tryggingarmiðstöðin hf. 19.976.483 kr. ársiðgjald

Vátryggingafélag Íslands hf. 17.585.006 kr. ársiðgjald

Að auki lagði Sjóvá-Almennar tryggingar hf. fram frávikstilboð með tveimur útfærslum sem taka mið af tjónareynslu, annars vegar 15.131.847 kr. ef engin tjón verða á iðgjaldaári og hins vegar 17.322.551 kr. sem byggir á tjónasögu áranna 2007-2011 skv. útboðsgögnum.

Tilboðin hafi verið yfirfarin með tilliti til reikingsskekkja og engar athugasemdir gerðar.

Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Vátryggingafélags Íslands hf.

3.Málefni fatlaðra og sala fasteigna

Málsnúmer 1105090Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um söluverð fasteignanna Grundarstígs 22 og Fellstúns 19 á Sauðárkróki annars vegar og hins vegar leiguverð.

Í samræmi við fyrri samþykktir byggðarráðs er sveitarstjóra falið að ganga frá kaupum á framangreindum fasteignum. Gert er ráð fyrir fjármagni til þessara fjárfestinga í fjárhagsáætlun 2011.

4.Stuðningsbeiðni

Málsnúmer 1112139Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi varðandi ósk um stuðning við verkefnið Flugklasinn Air 66N. Verkefnið snýst um öfluga og samræmda markaðssetningu Norðurlands erlendis, með áherslu á að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.

Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.

5.Umsókn um styrk 2012

Málsnúmer 1112128Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Sögusetri íslenska hestsins um tveggja miljóna króna rekstrarstyrk á árinu 2012.

Afgreiðslu frestað.

6.Boðun á ársfund 2011

Málsnúmer 1112065Vakta málsnúmer

Lagt fram ársfundarboð Hátækniseturs Íslands ses, 19. desember 2011.

Byggðarráð samþykkir að Jón Ægir Ingólfsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

7.Gjaldskrá fasteignagjalda árið 2012

Málsnúmer 1112071Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að breyta ákvörðun 575. fundar um fasteignaskatt á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli þannig að þau verði í C-flokki, samkvæmt úrskurði Yfirfasteignamatsnefndar, en án álags þannig að lagt er 1,32% á þau í stað 1,65%.

8.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer

Unnið með gögn varðandi fjárhagsáætlun ársins 2012. Fjárhagsáætlunin verður afgreidd næsta mánudag frá ráðinu til sveitarstjórnar til síðari umræðu. Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið.

9.Ályktun vegna niðurskurðar

Málsnúmer 1112148Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Félags tónlistarskólakennara frá 12. nóvember 2011, þar sem ályktað er gegn niðurskurði fjármagns til rekstrar tónlistarskóla.

10.Áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra grunnskólanemenda

Málsnúmer 1112143Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áætluð úthlutun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á framlagi vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2012. Úthlutunin nemur 17.840.000 kr.

11.Útgreiðsla úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV.

Málsnúmer 1110192Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi útgreiðslu fjár úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra samkvæmt tillögu sem samþykkt var á 19. ársþingi SSNV 26.-27. ágúst 2011. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði og Jón Karlsson. Ákveðið að hittast aftur í janúar á næsta ári og fara yfir tillögur til úrbóta í ferlimálum í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi bókun lögð fram:

Samfylkingin fagnar þeim áhuga sem kominn er á ferlimálum í Sveitarfélaginu og vonar sem mest af þeim tillögum sem berast um umbætur rati inn á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012. Hinsvegar er það þannig að þeir fjármunir sem hér um ræðir voru upphaflega hugsaðir til þjónustu við fatlaða einstaklinga á meðan framkvæmdir vegna ferlimála eru lögum samkvæmt hlutverk Eignasjóðs. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið framsækið í að þróa þjónustu við fatlaða og vel menntað og gott starfsfólk sveitarfélagsins hefur verið duglegt að koma með nýjungar á þessu sviði. Sjóður sem hægt væri að sækja í fjármagn til verkefna og verkefnaþróunar gæti nýst vel til framtíðar, og orðið til þess að bæta þjónustuna og gera hana hagkvæmari til lengri tíma litið. Einnig gæti sjóður sem þessi nýst til að taka á óvæntum verkefnum sem ekki eru greidd með öðrum hætti, samanber lengd viðvera fatlaðra skólabarna. Samfylkingin leggur því til að fjármunir þeir sem hér er um rætt verði settir í sérstakan þróunarsjóð þjónustu fatlaðra en ekki til að niðurgreiða framkvæmdir eignasjóðs.

Þorsteinn Tómas Broddason

Fundi slitið - kl. 12:24.