Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

357. fundur 12. september 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  357 - 12. september 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 12. september kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Byggðarráðsfulltrúarnir Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Egilsson, og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir auk áheyrnarfulltrúa Gísla Árnasonar.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Önnur mál
 
1.
Samstarfsmál sveitarfélags og lögreglu
 
 
Mál nr. SV060450
 
Ríkarður Másson sýslumaður, Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn og Árni Pálsson lögreglufulltrúi komu til fundar til viðræðu um ýmis mál varðandi sveitarfélagið og löggæslu. Viku þeir svo af fundi svo og Gísli Árnason.
Aðilar eru sammála um að stefna að eflingu samstarfs- og forvarnarnefnda og samþykkt nýrrar lögreglusamþykktar sem fyrst.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Klukka í Íþróttahús Sauðárkróks
 
 
Mál nr. SV060443
 
Erindi vísað frá félags- og tómstundanefnd 29. ágúst 2006.
Byggðarráð heimilar að farið verið af stað með kaup á nýrri klukku í íþróttahúsið á Sauðárkróki samkvæmt tilboði frá P. Ólafssyni ehf. að tillögu Gunnars Sandholts sviðsstjóra og Rúnars Vífilssonar, fræðslu- og íþróttafulltrúa.  Útborgun kr. 570.000 verði tekin af fjárveitingu viðhaldsliðar íþróttahússins sem verði hækkaður við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006. Sveitarstjóra ásamt sviðstjóra og fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn Umf. Tindastóls um nánari útfærslu á kaupunum.
 
 
3.
Bréf frá stjórn Skalla - félags smábátaeigenda
 
 
Mál nr. SV060442
 
Bréf frá stjórn Skalla, félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra, dagsett 7. september 2006 varðandi dragnótaveiðar í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkkir að styðja við erindið og felur sveitarstjóra að ræða við sjávarútvegsráðuneytið.
 
 
4.
Tillaga - Árangursstjórnun
 
 
Mál nr. SV060433
 
Erindi vísað frá sveitarstjórn, 189. fundi dags. 7. sep. 2006.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2007 og felur sveitarstjóra að kanna hvað önnur sveitarfélög eru að gera í þessum efnum.
 
Önnur mál
 
5.
Sögusetur íslenska hestsins
 
 
Mál nr. SV060441
 
Arna Björg Bjarnadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Víkingur Gunnarsson og Skapti Steinbjörnsson, fulltrúar Söguseturs íslenska hestsins, komu á fundinn til viðræðu um starfsemi setursins.  Viku þau svo af fundi.
Málefni Sögusetursins verða áfram til skoðunar og von er á formlegu erindi frá stjórn þess.
 
Erindi til afgreiðslu
 
6.
Fundir með fjárlaganefnd Alþingis
 
 
Mál nr. SV060449
 
Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett 5. september 2006 varðandi fundi með sveitarstjórnarmönnum vegna fjárlagaársins 2007, dagana 25. og 26. september 2006.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með nefndinni mánudaginn 25. september nk.  Sveitarstjóra falið að vinna að undirbúningi mála sem ætlunin er að bera upp við nefndina.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Fræðslunámskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
 
 
Mál nr. SV060444
 
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV dagsettur 7. september 2006 varðandi fræðslunámskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Byggðarráð telur æskilegt að námskeiðin verði haldin í héraði.
 
Erindi til afgreiðslu
 
8.
Alþjóðleg kvikm.hátíð í Reykjavík
 
 
Mál nr. SV060446
 
Bréf frá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, dagsett 24. ágúst 2006, þar sem farið er þess á leit að sveitarfélagið slökkvi á götulýsingu sinni í hálfa klukkustund á opnunarkvöldi hátíðarinnar þann 28. september nk.
Byggðarráð telur erindið um margt áhugavert, en sér ekki ástæðu til að verða við því á þessu svæði.
 
Lagt fram til kynningar
 
9.
Skráning á lista Skipulagsstofnunar yfir skipulagsfulltrúa
 
 
Mál nr. SV060447
 
Bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 21. ágúst 2006, þar sem staðfest er að Jón Örn Berndsen verkfræðingur uppfylli skilyrði sem gerð eru til skipulagsfulltrúa.
 
 
10.
Skýrsla um lífræna framleiðslu
 
 
Mál nr. SV060448
 
Bréf frá starfshópi um lífræna byggðaþróun, dagsett 4. september 2006.  Skýrsla um lífræna framleiðslu, stöðu hennar og þýðingu fyrir byggðaþróun og atvinnulíf á Íslandi liggur frammi á skrifstofu sveitarstjóra til kynningar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:40
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar