Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

350. fundur 11. júlí 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  350 - 11. júlí 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 11. júlí kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Einar Eðvald Einarsson og Bjarni Jónsson
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Frumvarpsdrög til laga um mannvirki  og skipulagslög.
 
 
Mál nr. SV060380
 
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 30. júní 2006, þar sem óskað er umsagnar um frumvarpsdrög um skipulags- og byggingarmálefni.  Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um mannvirki og hins vegar frumvarp til skipulagslaga.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar, sem skilar svo áliti sínu til byggðarráðs fyrir 11. ágúst nk.
 
 
2.
Fundargerðir nefnda 4.-7. júlí 2006
 
 
Mál nr. SV060381
 
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 7. júlí 2006.  Fundargerðin er í 15 liðum.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
 
3.
Lónkot, Sölvabar - umsókn um vínv.leyfi
 
 
Mál nr. SV060382
 
Lögð fram umsókn frá Jóni Torfa Snæbjörnssyni fh. Ferðaþjónustunnar Lónkoti vegna Sölvabars, þar sem óskað er eftir leyfi til áfengisveitinga tímabilið 1. maí - 31. október 2006.   Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum vegna þessa erindis.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfi fyrir ofangreint tímabil.
 
 
4.
KS Varmahlíð - umsókn um vínv.leyfi
 
 
Mál nr. SV060383
 
Lögð fram umsókn um leyfi til vínveitinga frá Pétri H. Stefánssyni fh. Kaupfélags Skagfirðinga vegna útibús KS í Varmahlíð tímabilið 1. júlí 2006 - 30. júní 2008.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfi fyrir ofangreint tímabil.  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar og kom svo inn á fundinn aftur.
 
 
5.
Trúnaðarmál
 
 
Mál nr. SV060384
 
Sjá trúnaðarbók.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Skipan barnaverndarnefndar.
 
 
Mál nr. SV060378
 
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 29. júní 2006, þar sem minnt er á skyldu sveitarfélaga að tilkynna Barnaverndarstofu um skipan barnaverndarnefndar.
 
 
7.
Kristianstads kommun - Tack
 
 
Mál nr. SV060377
 
Bréf frá Kristianstad kommun, dagsett 20. júní 2006, þar sem þakkaðar eru móttökur á nýliðnu vinabæjamóti sem fram fór í Skagafirði.
 
 
8.
Skýrslan, Grunnskólabörn með langvinnan  heilsuvanda.
 
 
Mál nr. SV060379
 
Bréf frá Miðstöð heilsuverndar barna, dagsett 4. júlí 2006 varðandi skýrslu um málefni barna með langvinnan heilsuvanda.
 
 
9.
Minni-Brekka - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060376
 
Tilkynning um sölu á jörðinni Minni-Brekku, landnúmer 146857.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 09:45
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar