Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

347. fundur 06. júní 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  347 - 6. júní 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 6. júní kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Áskaffi - vínveitingaleyfi
 
 
Mál nr. SV060288
 
Lögð fyrir umsókn Auðar Herdísar Sigurðardóttur f.h. Verslunarinnar Kompunnar ehf/Áskaffis um leyfi til vínveitinga í húsnæði Áskaffis í Glaumbæ. Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið til sex mánaða, frá 31. maí til og með 30. nóvember 2006.
 
 
2.
Kaffi Krókur - vínveitingaleyfi
 
 
Mál nr. SV060294
 
Lögð fyrir umsókn Jóns Daníels Jónssonar kt. 120968-3439 og Öldu Kristinsdóttur kt. 070768-5269 f.h. Jask ehf um endurnýjun leyfis til vínveitinga fyrir veitingastaðinn Kaffi Krókur. Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita umbeðið leyfi fyrir tímabilið 1. desember 2005 til 1. desember 2007.
 
 
3.
Minnisblað vegna akstursþjónustu fatlaðra
 
 
Mál nr. SV060122
 
Niðurstaða verðkönnunar vegna aðkeyptrar akstursþjónustu fatlaðra og kaupa á nýrri bifreið.  Málið áður á dagskrá byggðarráðs 28. febrúar sl.
Byggðarráð hefur látið kanna þetta mál að beiðni félags- og tómstundanefndar og vísar niðurstöðunni til nefndarinnar til frekari ákvörðunar.
 
 
4.
Málmey - sigling með ferðamenn o.fl.
 
 
Mál nr. SV060295
 
Lögð fram ódagsett beiðni Ómars Unasonar um leyfi til að sigla með ferðamenn til Málmeyjar og reisa þar 20 - 25 fermetra aðstöðuhús.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið.
 
 
5.
Snorraverkefnið - styrkumsókn
 
 
Mál nr. SV060296
 
Beiðni dagsett 19. maí 2006, frá Snorraverkefninu um fjárstuðning og aðstoð við útvegun atvinnu fyrir skjólstæðing verkefnisins í sumar.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Norðurá bs - Fundargerð stjórnar 3-06
 
 
Mál nr. SV060298
 
Fundargerð Norðurár bs frá 11. apríl 2006. lögð fram.
 
Erindi til afgreiðslu
 
7.
Samkomulag sveitarf Skagafjörður og Hólaskóla
 
 
Mál nr. SV060299
 
Lögð fram drög að samkomulagi sveitarfélagsins og Hólaskóla varðandi eflingu rannsókna og kennslu í fornleifafræði sbr. fyrri ákvörðun sveitarstjórnar í tilefni 900 ára afmælis skólahalds á Hólum í Hjaltadal. Sveitarfélagið ábyrgist fjárframlag allt að kr. 6.000.000 pr. ár út samninginn sem er til þriggja ára frá 1. janúar 2007.
Byggðarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum.
 
Gert var fundarhlé kl. 11 til 11:30.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Dagskrá vinabæjarmótsins 2006
 
 
Mál nr. SV060300
 
Lögð fram dagskrá vinabæjarmótsins í Skagafirði 12. - 14. júní 2006.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og vék síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir dagskrána
 
 
9.
Rekstrarupplýsingar jan.-apríl 2006
 
 
Mál nr. FS060007
 
Yfirlit yfir rekstur aðalsjóðs og helstu stofnana sveitarfélagsins, fyrstu fjóra mánuði ársins 2006.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Byggðarráðsmenn þökkuðu samstarf undanfarinna ára.
 
Fundi slitið kl. 11:55
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar