Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

341. fundur 04. apríl 2006
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  341 - 4. apríl 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 4. apríl kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Helgi Þór Thorarensen, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Lagt fram
 
1.
Unglingadrykkja
 
 
Mál nr. SV060188
 
Gunnar Sandholt sviðstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs og María Björk Ingvadóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi komu til fundar til viðræðu um málefni Barsins á Sauðárkróki og eftirmál #GLskotkeppninnar#GL á staðnum fyrir skömmu síðan.
 
 
2.
Galtarárskáli - stækkun
 
 
Mál nr. FS060001
 
Árni Egilsson formaður landbúnaðarnefndar kom á fundinn til viðræðu um væntanlegar framkvæmdir við endurbætur og stækkun Galtarárskála.  Lægsta tilboð í verkið er kr. 11.937.290.  Landbúnaðarnefnd hefur óskað eftir því við byggðarráð að það fjármagni framkvæmdina ásamt Húnavatnshreppi, um það sem fer umfram kr. 8.000.000.  Um er að ræða fjárhæð allt að kr. 1.500.000 fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að styrkja framkvæmdina um kr. 1.150.000.  Fjárhæðin verður tekin af málaflokki 13.
 
Erindi til afgreiðslu
 
3.
Úrvinnsla lífræns úrgangs
 
 
Mál nr. SV050296
 
Lagður fram stofnsamningur í hlutafélaginu Jarðgerð ehf. sem mun hefja vinnslu á moltu úr sorpi er fellur til í Skagafirði og nágrenni.
Byggðarráð samþykkir framlagðan stofnsamning og í framhaldi af bókun fundar 24. janúar 2006 að leggja kr. 5.000.000 í hlutafélagið Jarðgerð ehf.
 
 
4.
Tillaga um breyttar gjaldskrár leikskóla og Árvistar
 
 
Mál nr. SV060182
 
Tillaga frá fræðslu- og menningarnefnd um breytingu á gjaldskrám leikskóla og Árvistar.  Samþykkt fundar frá 27. mars sl.
Byggðarráð samþykkir tillögur fræðslu- og menningarnefndar.
 
 
5.
Tillaga til þingsálykt. um legu þjóðvegar 1
 
 
Mál nr. SV060172
 
Bréf dagsett 21. mars 2006,  frá Samgöngunefnd Alþingis um umsögn við þingsályktunartillögu um legu þjóðvegar 1 um Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjörð.  Áður á dagskrá 28. mars sl.
Byggðarráð telur að þingsályktunartillagan sé tímabær og hvetur til þess að farið verði að huga að rannsóknum á áhrifum þess að gera jarðgöng milli Hjaltadals og Hörgárdals með það að markmiði að styrkja Skagafjörð sem byggðarkjarna.
 
 
6.
Hótel Varmahlíð - vínveitingaleyfi
 
 
Mál nr. SV060183
 
Gestagangur ehf, fh. Hótel Varmahlíðar óskar eftir vínveitingaleyfi fyrir tímabilið 1. febrúar 2006  til 1. febrúar 2008.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita umsækjanda vínveitingaleyfi tímabilið 1. febrúar 2006 til 1. febrúar 2008.
 
 
7.
Umfjöllun jafnréttismála - til byggðarráðs
 
 
Mál nr. SV060097
 
Erindi dagsett 10. febrúar 2006, frá Félags- og tómstundarnefnd varðandi umfjöllun um jafnréttismál.  Áður á dagskrá byggðarráðs 21. febrúar sl.
Byggðarráð tekur undir þær athugasemdir sem borist hafa frá fagnefndum sveitarfélagsins um þetta erindi.
 
 
8.
Björgunarsveitin Grettir - beiðni um styrk
 
 
Mál nr. SV060184
 
Lagt fram ódagsett bréf frá Björgunarsveitinni Gretti, þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk til endurnýjunar tækja og viðhalds fasteignar.
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmann sveitarinnar á fund um málið.
 
 
9.
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð - styrkumsókn
 
 
Mál nr. SV060185
 
Bréf frá Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð, dagsett 22. mars 2006, þar sem óskað er eftir styrk til uppbyggingar á starfsemi, tækjum og búnaði.
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmann sveitarinnar á fund um málið.
 
 
10.
Víðigrund 5 - beiðni um styrk
 
 
Mál nr. SV060189
 
Bréf frá Húsfélaginu Víðigrund 5, dagsett 31. mars 2006, þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts félagsheimilis Oddfellowreglunnar á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis þar til reglugerð hefur verið sett varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts þar sem starfsemi fer fram sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
 
Lagt fram til kynningar
 
11.
Ályktun foreldraráðs Árskóla
 
 
Mál nr. SV060186
 
Lögð fram ályktun fundar Foreldraráðs Árskóla frá 9. mars 2006 varðandi uppbyggingu húsnæðis skólans, skort á mötuneyti, óviðunandi ferlimál fatlaðra og leiksvæði við skólann.
 
 
12.
Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV060187
 
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 22. mars 2006 varðandi uppgjör á framlögum ársins 2005 og áætlun um úthlutun framlaga á árinu 2006.
 
 
 
 
13.
Erindi frá Sjóskip ehf
 
 
Mál nr. SV060147
 
Erindi áður á dagskrá 21. mars 2006.
Bjarni Jónsson kynnti byggðarráði stöðu málsins eftir umfjöllun atvinnu- og ferðamálanefndar fyrr í dag.
 

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:30
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar