337. fundur
07. mars 2006
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 337 - 7. mars 2006 Ár 2006, þriðjudaginn 7. mars kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Pétur Maronsson.Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson. Fundarritari var Margeir Friðriksson. Lagt fram
|
|
1.
| Málefni Landsmóts hestamanna
|
| Mál nr. SV060121
|
Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kom til fundar vegna undirbúnings Landsmóts hestamanna 2006. Erindi til afgreiðslu
|
|
2.
| Um fráveitugjald og tæmingu rotþróa í svf.
|
| Mál nr. SV060058
|
Fyrirspurn dagsett 23. janúar 2006 frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga varðandi samþykkt um fráveitu og tæmingu rotþróa og gjaldskrá vegna tæmingar rotþróa. Frestað erindi frá síðasta fundi byggðarráðs. Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs lagði fram minnisblað varðandi framkvæmdina og skýrði frá hvernig verklagi er háttað. Hallgrímur vék svo af fundi.Byggðarráð samþykkir að fela Hallgrími að svara erindi Búnaðarsambandsins á grundvelli minnisblaðsins. Einnig samþykkir byggðarráð að fela umhverfisnefnd og tæknideildinni að kanna leiðir til að auðvelda frekari rotþróarvæðingu í dreifbýlinu.
|
|
3.
| Þriggja ára áætlun 2007-2009
|
| Mál nr. SV060104
|
Þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun lögð fram til síðari umræðu.Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
|
|
4.
| Frumvarp til lögreglulaga
|
| Mál nr. SV060128
|
Lagt fram bréf frá allsherjarnefnd Alþingis dagsett 27. febrúar 2006 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til lögreglulaga og framkvæmdavald ríkisins í héraði, 520. mál, skipulag löggæslunnar, greiningardeildir.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund.
|
|
5.
| Veiðifélagið Flóki - Aðalfundarboð
|
| Mál nr. SV060130
|
Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélagsins Flóka fyrir árið 2005. Fundurinn verður haldinn að Sólgörðum 11. mars nk.Byggðarráð samþykkir að landbúnaðarnefnd tilnefni fulltrúa á fundinn.
|
|
6.
| Samgönguáætlun 2007-2010, siglingamál
|
| Mál nr. SV060126
|
Lagt fram bréf dagsett 27. febrúar 2006, frá Siglingastofnun varðandi samgönguáætlun 2007-2010, siglingamál og umsóknir um ríkisframlög.Byggðarráð samþykkir vísa erindinu til samgöngunefndar. Lagt fram til kynningar
|
|
7.
| Nautabú, Hólahreppi
|
| Mál nr. SV060124
|
Lögð fram tilkynning um sölu helmings jarðarinnar Nautabú í Hjaltadal, landnúmer 146475, skv. jarðarlögum frá júlí 2004. Seljandi er Laufey Haraldsdóttir og kaupandi Höskuldur Jensson.
|
|
8.
| Nautabú, Lýtingsstaðahreppi
|
| Mál nr. SV060125
|
Lögð fram skiptayfirlýsing jarðarinnar Nautabú í Lýtingsstaðahreppi, landnúmer 146211 og 203217, í samræmi við jarðarlög frá júlí 2004. Jörð og hús á landnúmeri 146211 koma í hlut Huldu Axelsdóttur og Karenar Steindórsdóttur. Jörð á landnúmeri 203217 kemur í hlut Margrétar Helgu Steindórsdóttur og Axels Steindórssonar.
|
|
9.
| Sleitustaðir 1 - sala
|
| Mál nr. SV060123
|
Lögð fram tilkynning um sölu á jörðinni Sleitustaðir 1, landnúmer 146487 skv. jarðarlögum frá júlí 2004. Seljandi er Margrét Haraldsdóttir og kaupandi Sigurður Sigurðsson.
|
|
10.
| Velferðarþjónusta í dreifbýli - úttekt
|
| Mál nr. SV060129
|
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2006 um úttekt nefndar um velferðarþjónustu í dreifbýli. Skýrsla nefndarinnar er vistuð á þessari vefslóð: http://www.felagsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2289 (http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/FEL_Velferd_dreifbyli_2006b.pdf)Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar
|
|
11.
| Eftirlit á leiksvæðum
|
| Mál nr. SV060127
|
Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2006 frá Umhverfisstofnun varðandi upplýsingar um eftirlit s.s. á skólalóðum, gæsluvöllum og opnum leiksvæðum, í ljósi auglýsingar BSI á Íslandi varðandi skoðun leiksvæða. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:00Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar