Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

337. fundur 07. mars 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  337 - 7. mars 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 7. mars kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Pétur Maronsson.
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson.
 
Lagt fram
 
1.
Málefni Landsmóts hestamanna
 
 
Mál nr. SV060121
 
Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kom til fundar vegna undirbúnings Landsmóts hestamanna 2006.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Um fráveitugjald og tæmingu rotþróa í svf.
 
 
Mál nr. SV060058
 
Fyrirspurn dagsett 23. janúar 2006 frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga varðandi samþykkt  um fráveitu og tæmingu rotþróa og gjaldskrá vegna tæmingar rotþróa.  Frestað erindi frá síðasta fundi byggðarráðs. Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs lagði fram minnisblað varðandi framkvæmdina og skýrði frá hvernig verklagi er háttað.
 
Hallgrímur vék svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fela Hallgrími að svara erindi Búnaðarsambandsins á grundvelli minnisblaðsins.  Einnig samþykkir byggðarráð að fela umhverfisnefnd og  tæknideildinni að kanna leiðir til að auðvelda frekari rotþróarvæðingu í dreifbýlinu.
 
 
3.
Þriggja ára áætlun 2007-2009
 
 
Mál nr. SV060104
 
Þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun lögð fram til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
 
4.
Frumvarp til lögreglulaga
 
 
Mál nr. SV060128
 
Lagt fram bréf frá allsherjarnefnd Alþingis dagsett 27. febrúar 2006 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til lögreglulaga og framkvæmdavald ríkisins í héraði, 520. mál, skipulag löggæslunnar, greiningardeildir.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund.
 
 
5.
Veiðifélagið Flóki - Aðalfundarboð
 
 
Mál nr. SV060130
 
Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélagsins Flóka fyrir árið 2005.  Fundurinn verður haldinn að Sólgörðum 11. mars nk.
Byggðarráð samþykkir að landbúnaðarnefnd tilnefni fulltrúa á fundinn.
 
 
6.
Samgönguáætlun 2007-2010, siglingamál
 
 
Mál nr. SV060126
 
Lagt fram bréf dagsett 27. febrúar 2006, frá Siglingastofnun varðandi samgönguáætlun 2007-2010, siglingamál og umsóknir um ríkisframlög.
Byggðarráð samþykkir vísa erindinu til samgöngunefndar.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Nautabú, Hólahreppi
 
 
Mál nr. SV060124
 
Lögð fram tilkynning um sölu helmings jarðarinnar Nautabú í Hjaltadal, landnúmer 146475, skv. jarðarlögum frá júlí 2004.  Seljandi er Laufey Haraldsdóttir og kaupandi Höskuldur Jensson.
 
 
8.
Nautabú, Lýtingsstaðahreppi
 
 
Mál nr. SV060125
 
Lögð fram skiptayfirlýsing jarðarinnar Nautabú í Lýtingsstaðahreppi, landnúmer 146211 og 203217, í samræmi við jarðarlög frá júlí 2004.  Jörð og hús á landnúmeri 146211 koma í hlut Huldu Axelsdóttur og Karenar Steindórsdóttur.  Jörð á landnúmeri 203217 kemur í hlut Margrétar Helgu Steindórsdóttur og Axels Steindórssonar.
 
 
9.
Sleitustaðir 1 - sala
 
 
Mál nr. SV060123
 
Lögð fram tilkynning um sölu á jörðinni Sleitustaðir 1, landnúmer 146487 skv. jarðarlögum frá júlí 2004.  Seljandi er Margrét Haraldsdóttir og kaupandi Sigurður Sigurðsson.
 
 
10.
Velferðarþjónusta í dreifbýli - úttekt
 
 
Mál nr. SV060129
 
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2006 um úttekt nefndar um velferðarþjónustu í dreifbýli.  Skýrsla nefndarinnar er vistuð á þessari vefslóð: http://www.felagsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2289 (http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/FEL_Velferd_dreifbyli_2006b.pdf)
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar
 
 
11.
Eftirlit á leiksvæðum
 
 
Mál nr. SV060127
 
Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2006 frá Umhverfisstofnun varðandi upplýsingar um eftirlit s.s. á skólalóðum, gæsluvöllum og opnum leiksvæðum, í ljósi auglýsingar BSI á Íslandi varðandi skoðun leiksvæða.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:00
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar