Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

335. fundur 21. febrúar 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  335 - 21. febrúar 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Helgi Þór Thorarensen, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Pétur Maronsson
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson      
 
Lagt fram
 
1.
Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2006
 
 
Mál nr. SV060101
 
Forsvarsmenn hestamannafélaganna í Skagafirði, Guðmundur Sveinsson, Hinrik Már Jónsson og Eymundur Þórarinsson komu á fund byggðarráðs til viðræðu um Landsmót hestamanna 2006 á Vindheimamelum.
Byggðarráð staðfestir að fjárstuðningur við framkvæmdir á Vindheimamelum vegna Landsmóts hestamanna 2006 verði 9 milljónir króna.  Þrjár milljónir króna hafa verið greiddar á árinu 2005, þrjár milljónir króna greiðast af fjárhagsáætlun 2006 og lokagreiðsla greiðist árið 2007.  Þessi styrkur er tekinn af fjárheimild málaflokks 06.
 
 
2.
Umfjöllun jafnréttismála - til byggðarráðs
 
 
Mál nr. SV060097
 
Erindi dagsett 10. febrúar 2006, frá Félags- og tómstundarnefnd varðandi umfjöllun um jafnréttismál.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis til næsta fundar.
 
Lagt fram til kynningar
 
3.
Ráðstefna um Staðardagskrá 21
 
 
Mál nr. SV060095
 
Lagt fram bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21, dagsett 14.  febrúar 2006, þar sem tilkynnt er um ráðstefnu um Staðardagskrá 21 dagana 3. og 4. mars nk. í Reykholti, Borgarfirði.
 
 
5.
11. norræna sveitarstjórnarráðstefnan
 
 
Mál nr. SV060096
 
Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um 11. norrænu sveitarstjórnarráðstefnuna sem verður haldin í Svíþjóð dagana 14.-16. maí 2006.
 
Lagt fram
 
6.
Kostnaðarmat vegna ákvörðunar LN
 
 
Mál nr. SV060071
 
Lögð fram bókun stjórnar SSNV frá 14. febrúar sl.
Byggðarráð samþykkir að nýta til fulls heimild Launanefndar sveitarfélaga frá 28. janúar sl. til leiðréttingar á lægstu launum.  Gildir leiðréttingin frá 1. janúar 2006 og greiðist við næstu launaútborgun.  Kostnaðarauki sveitarfélagsins árið 2006 er áætlaður 36,4 milljónir króna.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
7.
Umsókn um lóðir fyrir sumarhús
 
 
Mál nr. SV060100
 
Lagt fram bréf dagsett 16. febrúar 2006, frá Ingva og Sigurði Sigfússonum sem sækja um 8 lóðir við Reykjahól í Varmahlíð undir sumarhús.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar.  Byggðarráð samþykkir að óska eftir því fá bréfritara á næsta fund til viðræðu um áform þeirra.
 
 
8.
Beiðni um fjárstyrk v.útlendra fræðimanna
 
 
Mál nr. SV060098
 
Erindi dagsett 7. febrúar 2006, frá Stofnun Árna Magnússonar um fjárstyrk vegna þátttöku útlendra fræðimanna í ráðstefnu í tengslum við að 900 ár eru liðin frá stofnun biskupsstóls að Hólum í Hjaltadal.  Ráðstefnan mun fjalla um kristnisögu, landafræði og upplýsingatækni.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls.
 
Lagt fram
 
9.
Niðurfellingar krafna
 
 
Mál nr. SV060103
 
Sjá trúnaðarbók.
 
 
10.
Þriggja ára áætlun 2007-2009
 
 
Mál nr. SV060104
 
Sveitarstjóri lagði fram þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2007-2009.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til sveitarstjórnar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:57
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar