Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

333. fundur 07. febrúar 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  333 - 7. febrúar 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 7. febrúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Helgi Þór Thorarensen, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Lagt fram
 
1.
Upplýsingaveita
 
 
Mál nr. SV060070
 
Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. ásamt veitustjóra og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs komu til fundar og fóru yfir stöðu mála varðandi fjórðu veituna; upplýsingaveituna.  Viku þau svo af fundi.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Geitagerði, Hólum - Beiðni um götuljós
 
 
Mál nr. SV060068
 
Erindi dagsett 28. janúar 2006, frá Stúdentafélagi Háskólans á Hólum varðandi ósk um uppsetningu á götulýsingu í Geitagerði á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild að kanna málið.
 
 
3.
Krabbameinsfélag Skagafjarðar - beiðni um styrk
 
 
Mál nr. SV060073
 
Umsókn dagsett 12. janúar 2006 frá Krabbameinsfélagi Skagafjarðar um styrk til starfseminnar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 50.000.  Fjármagnið verður tekið af fjárhagslið 21010.
 
 
4.
Beiðni um leyfi frá störfum
 
 
Mál nr. SV060048
 
Unnar Ingvarsson, forstöðumaður Fræðaseturs Skagfirðinga óskar eftir námsleyfi.  Áður á dagskrá byggðarráðs 31. janúar 2006.
Byggðarráð samþykkir að veita Unnari launað leyfi í fjóra mánuði á grunnlaunum, fyrri hluta árs 2007, sbr. lið 8.2.1 í kjarasamningi LN og FÍF.
 
Lagt fram
 
5.
Endurskoðun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV060069
 
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 26. janúar 2006, þar sem óskað er eftir ábendingum um fyrirkomulag jöfnunar milli sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að svari til Jöfnunarsjóðs.
 
 
 
 
6.
Kostnaðarmat vegna ákvörðunar LN
 
 
Mál nr. SV060071
 
Lagt fram yfirlit yfir áætlaðan kostnað sveitarfélagsins vegna ákvörðunar LN um heimild til hækkunar launa.  Sigrún Alda Sighvats deildarstjóri launadeildar kom á fundinn og skýrði samantektina og vék svo af fundi.
 
 
7.
Starfsmannastefna lokadrög 2006
 
 
Mál nr. SV060072
 
Lögð fram lokadrög að starfsmannastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að vísa starfsmannastefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:45
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar