Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

328. fundur 20. desember 2005
Fundur 328 - 20. desember 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 20. desember kl. 10:30, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson og Gísli Gunnarsson
 
Fundarritari var Ársæll Guðmundsson
 
Lagt fram
 
1.
Sögusetur íslenska hestsins
 
 
Mál nr. SV050305
 
Sigríður Sigurðardóttir og Skapti Steinbjörnsson úr stjórn Söguseturs íslenska hestsins koma til fundar og kynna hugmyndir um framtíð Sögusetursins.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með framtíðarhugmyndir stjórnarinnar.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Samningur um Dagvist aldraðra í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV050337
 
Lagður fram samningur við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki um Dagvist aldraðra í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
 
 
3.
Kaupsamningur við Steingrím Garðarsson
 
 
Mál nr. SV050339
 
Kaupsamningur vegna kaupa á eign við Skógargötu á Sauðárkróki af skipulags­ástæðum.
Byggðarráð samþykkir samninginn, sem er fjámagnaður af Eignasjóði.
 
 
4.
Ósk um fjárveitingu v.alþjóðlegra skíðamóta í Tindastóli
 
 
Mál nr. SV050340
 
Erindi frá Skíðasambandi Íslands um sérstakan fjárstuðning vegna stórmóta sem haldin hafa verið á skíðasvæði Tindastóls í Stólnum.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
 
 
5.
Tillaga frá sveitarstjórnarfulltrúa
 
 
Mál nr. SV050341
 
Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni um skipan nefndar sem kanni hvernig fjármagna megi næsta áfanga Árskóla.  Erindinu var vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn 15. des. 2005.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Endurgreiðslur v. refa- og minkaveiða
 
 
Mál nr. SV050338
 
Bréf frá UST um endurgreiðslu vegna refa- og minkaveiða á tímabiliu sept. 2004 - ágúst 2005.
Lagt fram til kynningar
 
Erindi til afgreiðslu
 
7.
Fjárhagsáætlun 2006
 
 
Mál nr. SV050343
 
Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess  vegna ársins 2005
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni með áorðnum breytingum til síðari umræðu sveitarstjórnar. 
 
Lagt fram
 
8.
Tryggingaútboð - niðurstaða
 
 
Mál nr. SV050344
 
Lögð fram niðurstaða tryggingaútboðs sveitarfélagsins þar sem lægsta tilboði hefur verið tekið. Lægsta tilboð kom frá VÍS en einnig bárust tilboð frá Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá-Almennum.
Lagt fram til kynningar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:00. Ársæll Guðmundsson, ritari fundargerðar
 
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Ársæll Guðmundsson
Bjarni Jónsson
Gísli Gunnarsson