Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

326. fundur 06. desember 2005
 
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  326 - 6. desember 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 6. desember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
 
Lagt fram
 
1.
Úrvinnsla lífræns úrgangs
 
 
Mál nr. SV050296
 
Ágúst Andrésson kom til fundar og kynnti hugmyndir að úrvinnslu lífræns úrgangs og vék síðan af fundi.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Lánssamningur v. hitaveituframkvæmda
 
 
Mál nr. SV050295
 
Lagður fram lánssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Lánasjóð sveitarfélaga vegna hitaveituframkvæmda.
Sveitarstjóri kynnti skilmála og kjör lánssamningsins og voru þau rædd.  Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000.- kr. til hitaveituframkvæmda, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán þetta skal endurgreiðast á 17 árum og ber
4,03#PR fasta vexti auk verðtryggingar. Uppgreiðsla lánsins umfram umsamdar afborganir er óheimil. 
 
Lántökugjald er 0,425#PR af höfuðstól lánsins.
 
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Eru þær til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta, vaxtavaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð og væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum öðrum kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða, og gildir tryggingin uns skuldin er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að veðinu til fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.
 
Sveitarstjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ársæli Guðmundssyni, kt. 300561-5789, fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru til að lánssamningurinn taki gildi. Jafnframt er Ársæli Guðmundssyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningi þessum.
 
 
3.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti drög
 
 
Mál nr. SV050299
 
Sveitarstjóri lagði fram drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2006.
Byggðarráð samþykkir drögin og að afsláttur af fasteignaskatti verði tekjutengdur og nái allt að kr. 35.000. Afslátturinn er hlutfallslegur, miðaður við allar skattskyldar tekjur skv. skattframtali. Tekjumörk eru eftirfarandi: Einstaklingar.  A) með tekur allt að kr. 1.250.000, fullur afsláttur skv. 4. gr.  B) með tekjur yfir kr. 1.560.000, enginn afsláttur.  Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:  A) með tekjur allt að kr. 1.960.000, fullur afsláttur skv. 4. gr.  B) með tekjur yfir kr. 2.455.000, enginn afsláttur.  Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Byggðarráð - rekstur 01-10 051128
 
 
Mál nr. SV050292
 
Yfirlit yfir rekstur aðalsjóðs fyrir tímabilið janúar-október 2005.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:00
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar