Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

325. fundur 29. nóvember 2005
 
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  325 - 29. nóvember 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
 
Fundarritari var Ársæll Guðmundsson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Málþing um frítímastarf á Íslandi
 
 
Mál nr. SV050285
 
Umsókn um styrk vegna 20 ára afmælissamkomu Samfés og boð til sveitarstjórnar um að sækja málþing um frítímastarf á Íslandi
Byggðarráð óskar Samfés til hamingju með 20 ára afmælið og samþykkir að veita samtökunum umbeðinn styrk að upphæð kr. 10.000,- vegna málþings um frítímastaf á Íslandi. 
 
Lagt fram
 
2.
Styrkbeiðni Hænis
 
 
Mál nr. SV050286
 
Beiðni um styrk frá nemendum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Erindinu synjað
 
Erindi til afgreiðslu
 
3.
Styrkbeiðni vegna ritunar sögu umgmennafélagsins Tindastóls
 
 
Mál nr. SV050287
 
Erindi frá UMF Tindastóll vegna ritunar sögu félagsins í tilefni 100 ára afmælis þess árið 2007.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
Lagt fram
 
4.
Lýðræði í sveitarfélögum - fjöregg eða fögur orð?
 
 
Mál nr. SV050290
 
Lögð fram dagskrá ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tilefni 60 ára afmælis Sambandsins.
Lagt fram til kynningar.
 
Erindi til afgreiðslu
 
5.
Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2006
 
 
Mál nr. SV050288
 
Beiðni um styrk við Snorraverkefnið að upphæð kr. 100.000,-
Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. 
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Aðalfundur Snorra Þorfinnssonar ehf.
 
 
Mál nr. SV050289
 
Aðalfundarboð Snorra Þorfinnssonar ehf.
Lagt fram kynningar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:45
Ársæll Guðmundsson , ritari fundargerðar