Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

324. fundur 21. nóvember 2005
 
Fundur  324 - 21. nóvember 2005
 
Ár 2005, mánudaginn 21. nóvember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Umsókn um fjárheimild vegna kynnisferðar
 
 
Mál nr. SV050264
 
Erindi frá fulltrúa sveitarfélagsins í samræmingarnefnd, í tengslum við aðgerðaáætlun um byggingu álvers á Norðurlandi, um ferðastyrk til skoðunar álvers Alcoa í Kanada.  Áður á dagskrá byggðarráðs 15. nóv. 2006.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að veita styrk til ferðarinnar.  Kostnaður verður greiddur af málaflokki 21. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði á móti.
Sigurður Árnason óskar bókað: #GLUndirritaður telur nauðsynlegt að fulltrúar Skagafjarðar fari í ferðina.  Átel ég vinnubrögð Sjálfstæðismanna í málinu en um ferðina hafa þeir vitað lengi án þess að upplýsa sveitarstjórnarfulltrúa um hana.  Tel ég að í ferð sem þessa eigi að fara æðstu menn sveitarfélagsins svo og fulltúar atvinnulífs.  Því miður koma vinnubrögðin í málinu í veg fyrir að svo geti orðið.  Tel ég mig því tilneyddan til að samþykkja erindið óbreytt þar sem ekki er tími til að ræða aðra möguleika.#GL
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLVísað er til fyrri afstöðu Vg í Skagafirði varðandi staðsetningu á álbræðslu við Kolkuós. Samningar um staðarvalsvinnu hugsanlegs álvers Alcoa á Norðurlandi og skuldbindingar um stuðning við ákvarðanir fyrirtækisins voru samþykktar án stuðnings Vg sem hefur aðrar áherslur í uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði og ráðstöfun fjármuna þar að lútandi. Þeir sem hleyptu þessu máli áfram fyrir hönd Skagfirðinga bera því ábyrgð á framkvæmd þeirrar staðarvalsvinnu sem ráðist var í af hálfu sveitarfélagsins. Vakin er athygli á að ekki hefur verið gert ráð fyrir fjárútlátum vegna þessa verkefnis í samþykktum eða endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarstjórnar. Því síður kostnaði vegna heimsóknar í álver Alcoa í Kanada. Í samræmi við  fyrri aðkomu Vg að ákvarðanatöku um vinnu er lítur að álbræðslu við Kolkuós og í ljósi þeirrar skýru afstöðu sem flokkurinn í Skagafirði hefur kynnt til þessa máls mun ég ekki styðja þetta erindi.#GL
 
 
 
2.
Sjúkraflutningar - endurskoðun samnings
 
 
Mál nr. SV050268
 
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra í tengslum við endurskoðun á samningi Brunavarna Skagafjarðar við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki varðandi sjúkraflutninga.
Byggðarráð samþykkir að segja upp samningi við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki frá og með næstu mánaðamótum með þriggja mánaða fyrirvara og sá tími nýttur til að reyna að ná nýju samkomulagi um sjúkraflutninga.
 
 
3.
Álagningsprósenta útsvars árið 2006
 
 
Mál nr. SV050269
 
Tillaga frá sveitarstjóra um að álagningarprósenta útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2006 verði óbreytt þ.e. 13,03#PR.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
051117 Úthlutunarreglur samþykktar
 
 
Mál nr. SV050267
 
Lagðar fram til kynningar úthlutunarreglur um byggðakvóta Hofsóss fyrir fiskveiðiárið 2005/2006 sem samþykktar hafa verið af sjávarútvegsráðuneytinu.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 09:50
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar