Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

321. fundur 01. nóvember 2005
 
Fundur  321 - 1. nóvember 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Lagt fram
 
1.
Umsókn um þátttöku í verkefninu Hestafulltrúi Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV050167
 
Árni Gunnarsson kom til viðræðu um verkefnið.  Á fundinn mætti einnig Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
Véku þeir síðan af fundi.
 
 
2.
Stækkun eldisstöðvar Hólalax hf.  Álit á matsskyldu.
 
 
Mál nr. SV050245
 
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 27. október 2005, varðandi álit um matsskyldu vegna stækkunar eldisstöðvar Hólalax hf. í Hjaltadal úr 100 tonna framleiðslu af bleikju á ári í 500 tonna ársframleiðslu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
 
Erindi til afgreiðslu
 
3.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2005
 
 
Mál nr. SV050241
 
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. október 2005, varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2005, dagana 10. og 11. nóvember nk. í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins verði byggðarráðið auk sveitarstjóra og fjármálastjóra.
 
 
4.
Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2006
 
 
Mál nr. SV050240
 
Bréf frá Stígamótum, dagett 17. október 2005, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur ársins 2006.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
 
5.
Veiðifélag Miklavatns og Fljótaaár - félagsfundur
 
 
Mál nr. SV050242
 
Fundarboð almenns félagsfundar í Veiðifélagi Miklavatns og Fljótaár, 6. nóvember nk. í Félagsheimilinu Ketilási.  Fundarefni: Útleiga vatnasvæðisins næstu ár.
Byggðarráð samþykkir að fela fulltrúa úr landbúnaðarnefnd að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
 
6.
Orlofshús við Varmahlíð hf
 
 
Mál nr. SV050243
 
Lagt fram bréf frá Orlofshúsum í Varmahlíð hf., dagsett 11. október 2005, þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að bjóða forráðamönnum félagsins til fundar.
 
 
7.
Markaðsskilmálar KB banka
 
 
Mál nr. SV050244
 
Lagðir fram almennir skilmálar fyrir viðskiptavini markaðsviðskipta Kaupþings banka hf.
Byggðarráð samþykkir framlagða skilmála.
 
 
8.
Byggðasamlag um sorpförgun
 
 
Mál nr. FS050004
 
Lögð fram tillaga um stofnun byggðasamlags um sorpförgun.  Einnig lögð fram drög að stofnsamningi Norðursorps bs.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að stofnun byggðasamlags um sorpförgun.  Einnig samþykkir byggðarráðið stofnsamning Norðursorps bs. að undanskilinni 6. grein samningsins sem þarfnast nánari skoðunar.  Þar er kveðið á um upphæð stofnframlags.
 
Lagt fram
 
9.
Breytingar á sýslumannsembættum
 
 
Mál nr. SV050246
 
Lagt fram afrit af tölvupósti frá dómsmálaráðuneytinu, dagsettur 28. október 2005, varðandi kynningarfund um nýskipan lögreglumála, sem haldinn verður á Akureyri 8. nóvember nk.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að kynningarfundur fyrir sveitarstjórnir og lögreglu á Norðurlandi vestra verði haldinn á Sauðárkróki.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:56
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
 
Bjarni Jónsson
Gísli Gunnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir