Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

320. fundur 25. október 2005
 
Fundur  320 - 25. október 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 25. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Drög að reglum um úthlutun byggðakvóta 2005/2006
 
 
Mál nr. SV050084
 
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti drög að umsóknarreglum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
 
 
2.
Uppkast að byggðaáætlun 2006 - 2009.
 
 
Mál nr. SV050212
 
Erindi frá Þróunarsviði Byggðastofnunar dagsett 10. október 2005 - beiðni um athugasemdir við uppkast að byggðaáætlun 2006-2009.  Áður á dagskrá byggðarráðs 18. október 2005.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn athugasemdir sveitarfélagsins við byggðaáætlunina.
 
 
3.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
 
 
Mál nr. SV050217
 
Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.  Erindinu vísað til byggðarráðs frá umhverfisnefnd 4. október sl.  Áður á dagskrá byggðarráðs 18. október 2005.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
 
 
4.
Sótt um styrk f. Aflið á Norðurlandi
 
 
Mál nr. SV050236
 
Lagt fram bréf dagsett 19. október 2005 frá Aflinu á Norðurlandi, systursamtökum Stígamóta í Reykjavík.  Óskað er eftir rekstrarstyrk til starfseminnar.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
 
5.
Vinabæjamót 2006
 
 
Mál nr. SV050238
 
Undirbúningur fyrir vinabæjamót í júní 2006.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning fyrir vinabæjamót 2006.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Fjárhagsupplýsingar jan.-sept. 2005
 
 
Mál nr. SV050237
 
 
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir A og B hluta sveitarsjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins.  Einnig lagt fram yfirlit yfir framkvæmdir ársins pr. 30. september 2005.
 
 
7.
Menningarhús í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV050239
 
Lagt fram til kynningar samkomulag menntamálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps vegna uppbyggingar menningarhúss í Skagafirði.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn og skýrði frá nýjustu tillögum að breytingum á Félagsheimilinu Miðgarði.  Ákveðið að boða til kynningarfundar um tillögurnar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:46
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar