Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

319. fundur 18. október 2005
 
Fundur  319 - 18. október 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 18. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsd. (kl. 10:00-11:00), Einar Einarsson (frá kl. 11:00).
 
Fundarritari var Engilráð M. Sigurðardóttir.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Ásgarðsland - skipulag
 
 
Mál nr. SV050211
 
Sveinn Ragnarsson kemur á fund byggðarráðs til viðræðu samkvæmt bókun byggðarráðs frá 11. október sl. Hann kynnir hugmyndir um nýtingu þess hluta úr Ásgarðslandi, sem hann, með bréfi dags. 2. maí 2005, gerði tilboð í.
Byggðarráð samþykkir að gengið skuli til samninga við Svein Ragnarsson á grundvelli uppdráttar og annarra gagna, sem lögð voru fram á fundinum.
Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðsluna.
 
 
 
2.
Leigusamningur um Skarðsá
 
 
Mál nr. SV050203
 
Lögð fram drög að samningi um leigu á hluta úr jörðinni Skarðsá í Sæmundarhlíð á milli Skarðsárnefndar annars vegar og Ingva Þórs Sigfússonar og Sigfúsar Snorrasonar hins vegar.  Áður á dagskrá byggðarráðs 11. október sl.
Byggðarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum að brott falli  2. mgr. í grein  2 og 2. mgr. í grein 11.
Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún sé mótfallin þessum samningi og vísar í fyrri bókanir  um þetta mál.
Gísli Gunnarsson óskar bókað að það sé einróma ósk Skarðsárnefndar að þessi samningur sé gerður
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir vék af fundi.
Einar E. Einarsson kom til fundar.
 
 
 
3.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
 
 
Mál nr. SV050217
 
Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.  Erindinu vísað til byggðarráðs frá umhverfisnefnd 4. október sl.
Erindinu frestað.
 
 
 
4.
Greinargerð með fjárhagsáætlunum
 
 
Mál nr. SV050216
 
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 11. október 2005,  þar sem óskað er eftir greinargerð sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði VI. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og reglugerðar nr. 374/2000, vegna ársreiknings 2004 og fjárhagsáætlunar 2005.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
 
 
 
5.
Uppkast að byggðaáætlun 2006 - 2009.
 
 
Mál nr. SV050212
 
Erindi frá Þróunarsviði Byggðastofnunar dagsett 10. október 2005 - beiðni um athugasemdir við uppkast að byggðaáætlun 2006-2009.
Byggðarráð samþykkir að drög að athugasemdum skuli liggja fyrir á næsta fundi þess.
 
 
 
6.
Samn. við Talmeinastofu Eyrúnar S. Ingvad. o.fl.
 
 
Mál nr. SV050218
 
Lagður fram þjónustusamningur við Talmeinastofu Eyrúnar S. Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur um greiningu og þjálfun leik- og grunnskólabarna. Þóra Björk Jónsdóttir, sérkennslufulltrúi kom á fundinn.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLStefna þarf að því að þjónusta talmeinafræðinga verði að mestu eða öllu leyti í boði innan héraðs í framtíðinni, likt og áður var. Það felur í sér aukakostnað og óþægindi fyrir foreldra og börn, sem þurfa á  þessari  þjónustu að halda, að sækja hana í önnur héruð. Forsendur eru fyrir því að í Skagafirði sé starfandi talmeinafræðingur, sem veiti þjónustu innan héraðs.#GL
 
 
7.
Niðurfelling gjalda
 
 
Mál nr. SV050220
 
Sjá trúnaðarbók.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Tekju- og útgjaldajöfnunarframlög 2005
 
 
Mál nr. SV050215
 
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 5. október 2005 varðandi úthlutun tekjujöfnunar- og útgjaldajöfnunarframlaga 2005.
 
 
9.
Tilkynning um sölu - Hóll í Sæmundarhlíð
 
 
Mál nr. SV050219
 
Tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 12. október 2005 um sölu á jörðinni Hóli í Sæmundarhlíð, fastanr. 145979.
 
 
10.
Íþróttaleikvangur á Sauðárkróki - skilamatsskýrsla
 
 
Mál nr. FS050003
 
Skilamatsskýrsla vegna byggingar íþróttaleikvangsins á Sauðárkróki lögð fram til kynningar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:45.
Engilráð M. Sigurðard.. ritari fundargerðar