Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

302. fundur 12. apríl 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 302 – 12.04. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 12. apríl kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson og Helgi Thorarensen áheyrnarfulltrúi S-lista.
 
Dagskrá:
                  1.            Erindi frá félags- og tómstundanefnd vegna launa í vinnuskólanum árið 2005
                  2.            Bréf frá Kristínu Ögmundsdóttur varðandi afnot geymsluskúrs Aðalgötu 16b
                  3.            Umsögn um leyfi til hótelrekstrar að Lindargötu 3, Sauðárkróki
                  4.            Umsögn vegna sölu á ríkisjörðinni Stóra-Holti í Fljótum
                  5.            Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 194. mál, álagning útsvars
                  6.            Eignasjóður:
a)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 1, Skr.
b)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 8, Skr.
c)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 10, Skr.
d)      Tilboð í fasteignina Laugatún 7, Skr.
e)      Tilboð í fasteignina Austurgötu 24, Hfs.
f)        Fundargerð samstarfsnefndar vegna sölu á Laugavegi 5, Vhl.
g)      Viðauki við leigusamning um fasteignir og landssvæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Steinsstöðum
 
                  7.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Félagsmálaráðuneytið: Breyting á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
b)      Tilkynning um sölu á jörðinni Kirkjuhóli, landnr. 146050, janúar 2005
c)      Fundargerð aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar á Nlv.

Afgreiðslur:

1.      Lagt fram erindi frá félags- og tómstundanefnd varðandi laun í vinnuskólanum árið 2005. Lagt er til að launin hækki um 3#PR frá árinu 2004.
Byggðarráð samþykkir hækkunina.
 
2.      Lagt fram bréf frá Kristínu S. Ögmundsdóttur, dagsett 8. apríl 2005 þar sem hún óskar eftir að fá afnot af geymsluskúr við Aðalgötu 16b, Skr. til þess að nýta hann til handverkssölu.
Byggðarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur Áskeli Heiðari Ásgeirssyni sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að skoða málið í samráði við bréfritara.
 
3.      Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 4. apríl 2005, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Svavars R. Ólafssonar fh. Norðar ehf, um leyfi til að reka hótel að Lindargötu 3, Skr.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
4.      Umsögn skv. 36. gr. jarðalaga nr. 81/2004, vegna sölu ríkisjarðarinnar Stóra-Holts í Fljótum.
Gunnar Steingrímsson hefur haft jörðina Stóra-Holt í Fljótum í ábúð.  Á hann þar  lögheimili og stundar almennan búskap.  Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hefur ábúandi setið vel og mælir byggðarráð með því að hann fái jörðina keypta.
 
5.      Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 5. apríl 2005, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 194. mál, álagning útsvars.
Byggðarráð telur að miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélaga, beri að skoða þessa tillögu í fullri alvöru.
 
6.      Eignasjóður.  Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri eignasjóðs kom á fundinn.
 
a)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 1, Sauðárkróki. Tíu tilboð bárust í eignina.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Sigríðar Gunnarsdóttur og Þórarins Eymundssonar að upphæð kr. 12.400.000.
 
b)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 8, Sauðárkróki.  Tvö tilboð bárust í eignina.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Sigurlaugar D. Ingimundardóttur og Emanúels Þorleifssonar að upphæð kr. 11.550.000.
 
c)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 10, Sauðárkróki.  Eitt tilboð barst í eignina.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
 
d)      Tilboð í fasteignina Laugatún 7, Sauðárkróki.  Eitt tilboð barst í eignina.
Byggðarráð samþykkir gera tilboðsgjafa gagntilboð.
 
e)      Tilboð í fasteignina Austurgötu 24, Hofsósi.  Eitt tilboð barst í eignina.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Margrétar Kristjánsdóttur að upphæð kr. 4.500.000.
 
f)        Fundargerð samstarfsnefndar vegna sölu á Laugavegi 5, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu samstarfsnefndar.
 
g)      Viðauki við leigusamning um fasteignir og landsvæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Steinsstöðum.
Byggðarráð samþykkir viðaukann við samninginn.
 
Elsa vék af fundi.
 
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 29. mars 2005, varðandi breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
b)      Tilkynning skv. 10.gr. Jarðalaga nr. 81/2004, um sölu á jörðinni Kirkjuhóli, landnúmer 146050.
c)      Fundargerð aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar á Nlv. frá 29. mars 2005.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1144