Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

560. fundur 14. júlí 2011 kl. 09:00 - 10:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer

Í upphafi fundar kom Jón Örn Berndsen á fundinn og svaraði spurningum fundarmanna varðandi skiptingu á gólfefni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Byggðaráð samþykkir samhljóða að farið verði í það að skipta út gólfefni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, nýtt gólfefni verður fjaðrandi parket á grind. Framkvæmdinni samkvæmt áætlaðri upphæð 25-26mkr vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar og sveitarstjóra falið að hrinda málinu í framkvæmd sem fyrst.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað: Eðlilegra hefði verið að afgreiða hagræðingaaðgerðir á vegum Sveitarfélagsins áður en farið er í framkvæmdir sem ekki eru á fjárhagsáætlun.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: Það er óásættanlegt að enn og aftur sé byggðaráð í sumarleyfi sveitarstjórnar að taka stórar ákvarðanir sem varða fjárhag og framkvæmdir sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Þetta verk er ekki brýnna en svo að mati meirihlutans það fór ekki inn í fjárhagsáætlun ársins. Það er ekkert nýtt komið fram í málinu sem kallar á þessa flýtimeðferð. Tel rétt að fresta umræðu og ákvörðunartöku til gerðar fjárhagsáætlunar 2012. Tel rétt að árétta að áætlað er að verkið mun kosta sveitarsjóð um 25 - 26 m.kr. og fjármögnun liggur ekki fyrir.

2.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstrarupplýsingar frá 1.janúar til 30.apríl.

Jón Magnússon óskar bókað:

Sjálfstæðismenn hafa þungar áhyggjur af rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs fyrstu fjóra mánuði ársins 2011. Rekstarhallinn er helmingi hærri en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir og fyrirsjáanlegt er að launahækkanir sem tóku gildi nú í vor munu auka halla sveitarsjóðs enn meir á síðari hluta ársins. Kostnaðarhækkanir samhliða fyrirsjáanlegum samdrætti í tekjum sveitarsjóðs munu stefna fjárhag sveitarfélagsins og þar með velferð íbúanna í óásættanlega stöðu verði ekkert að gert. Sjálfstæðismenn skora á fulltrúa meirihlutans í sveitarstjórn Skagafjarðar að taka hendur úr vösum og leggja strax fram raunhæfar tillögur til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.

3.Upplýsingar um fasteignamat 2012

Málsnúmer 1107067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands varðandi hækkun á fasteignamati um 12,1% hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

4.Flugklasi

Málsnúmer 1107053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV um eflingu ferðaþjónustu með millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.

5.Samgöngumál

Málsnúmer 1107054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar gögn frá SSNV um samgöngumál. Byggðaráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis-og samgöngunefndar.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2011

Málsnúmer 1107056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Brunabót um styrktarsjóð EBÍ.

Fundi slitið - kl. 10:25.