Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

294. fundur 01. febrúar 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 294 – 01.02. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 1. feb. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Þjónustusamningur við Símann
                  2.            Erindi frá félags- og tómstundanefnd – samningur á milli Félagsþjónustu Skagafjarðar og Félagsheimilisins Ljósheima
                  3.            Umsókn Renato Grunenfelder kt. 280667-2189 fh. Fosshótel Áning um leyfi til vínvetinga í heimavist FNV frá 1. júní til 31. ágúst 2005
                  4.            Úthlutun byggðakvóta – Bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu
                  5.            Erindi frá 10. bekk Varmahlíðarskóla
                  6.            Þriggja ára áætlun
                  7.            Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni
                  8.            Eignasjóður
                  9.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra
b)      Félagsheimilið Miðgarður – fundargerðir stjórnar frá 13., 16. og 24. janúar 2005

Afgreiðslur:

1.      Lagður fram þjónustusamningur við Símann.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
2.      Lögð fram drög að samningi á milli Félagsþjónustu Skagafjarðar og Félagsheimilisins Ljósheima vegna afnota Félags eldri borgara af húsnæðinu á árinu 2005.  Erindi frá félags- og tómstundanefnd.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
3.      Lögð fram umsókn Renato Grünenfelder, kt. 280667-2189 fh. Fosshótels Áningar um leyfi til vínveitinga í heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 1. júní  til 31. ágúst 2005. Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir leyfi til áfengisveitinga þann tíma sem hótelrekstur er starfandi í húsnæðinu á ofangreindu tímabili.
 
4.      Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 25. janúar 2005, þar sem fram kemur að ráðuneytið fellst á tillögur um úthlutunarreglur aflaheimilda sbr. 4.gr. reglugerðar nr. 960, 6.desember 2004, um úthlutun á 3.200 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum.  Fiskistofa mun úthluta kvótanum til báta skráðra á Hofsósi þann 1. desember 2004, eins og þegar hefur komið fram í Stjórnartíðindum.
 
5.      Lagt fram bréf frá 10. bekk Varmahlíðarskóla, þar sem óskað er eftir ferðastyrk til skólaferðalags til  Danmerkur í vor.
Byggðarráð tekjur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og menningarnefndar.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
6.      Vinna við þriggja ára áætlun rædd.  Fyrirhugað er að fyrri umræða í sveitarstjórn verði 10. febrúar og síðari þann 17. febrúar nk.
 
7.      Gunnar Bragi Sveinsson leggur fram svohljóðandi tillögu: “Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta vinna fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir byggingu menningarhúsa í Skagafirði ásamt rekstraráætlun.  Fram komi m.a. áætlaður byggingartími, röð framkvæmda og fjármögnun verksins”.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til bygginganefndar menningarhúsa.
 
8.      Eignasjóður.  Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri eignasjóðs kom inn á fundinn.
a)      Birkimelur 16, Varmahlíð.  Lagt fram tilboð í fasteignina frá Sigurði R. Sverrissyni. 
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að gera gagntilboð.
 
9.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra, dagsett 26.janúar 2005 vegna árlegs Þorramóts í boccia þann 19. febrúar 2005.
b)      Félagsheimilið Miðgarður – fundargerðir stjórnar frá 13., 16. og 24. janúar 2005.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með húsnefnd félagsheimilisins til að ræða rekstur þess.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1145