Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

292. fundur 18. janúar 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 292 – 18.01. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 18. jan. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Erindi frá undirbúningshópi að stofnun Textílseturs Íslands á Blönduósi
                  2.            Samningur við Steinunni Lárusdóttur v/Landsflugs
                  3.            Umsögn um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar f.h. Vídeosports um leyfi til að reka veitingahús að Aðalgötu 15, Sauðárkróki
                  4.            Umsögn um umsókn Friðriks R. Friðrikssonar um leyfi til að reka veitingastofu og gistiskála í Árgarði, Sveitarfélaginu Skagafirði
                  5.            Húseignir Skagafjarðar ehf. – tillaga að breyttri starfssemi
                  6.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
                                                                     i.      Skil á upplýsingum í Upplýsingaveitu sveitarfélaga
b)      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga – framlög

Afgreiðslur:

1.      Lagt fram ódagsett bréf frá undirbúningshópi um stofnun “Textílseturs Íslands” á Blönduósi, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki til athugunar þátttöku í sjálfseignarstofnuninni með framlagi að upphæð hálf til ein milljón króna.
Byggðarráð fagnar þessari uppbyggingu en sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
2.      Lagt fram ótímabundið samkomulag við Steinunni D. Lárusdóttur um umsjón með komu og brottför flugvéla Landsflugs á Alexandersflugvelli.  Gildistími frá 1. janúar 2005.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
 
3.      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 10. janúar 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Videósports ehf. um leyfi til að reka veitingahús að Aðalgötu 15, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
4.      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 11. janúar 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Árgarðs um leyfi til að reka veitingastofu og gistiskála í Árgarði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
5.      Lögð fram tillaga að breyttum samþykktum fyrir Húseignir Skagafjarðar ehf. 
Byggðarráð samþykkir að tillagan verði unnin nánar og lögð aftur fyrir byggðarráð.
 
6.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. janúar 2005 um skil á upplýsingum í Upplýsingaveitu sveitarfélaga.
b)      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 11. janúar 2005 varðandi úthlutun framlaga árið 2004
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1115