Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

274. fundur 17. ágúst 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 274 – 17.08. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 17. ágúst kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Einar Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur kemur til fundar
                  2.            Tilkynning um sölu á landi – landspilda úr landi Stóragerðis
                  3.            Byggðaþing Landsbyggðarinnar lifi – styrkumsókn
                  4.            Beiðni frá Hvítu og svörtu ehf. um kaup sveitarfélagsins á hlutafé
                  5.            Beiðni um styrk til kaupa á björgunarskipi staðsettu á Skagaströnd
                  6.            Aðalfundarboð Skagafjarðarveitna ehf.
                  7.            Fundargerðir nefnda:
a)      Fræðslu- og menningarnefnd frá 16. ágúst 2004
                  8.            Eignasjóður:
a)      Tilboð í fasteignina Laugatún 2, Sauðárkróki
b)      Grenihlíð 7, Sauðárkróki
                  9.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Helga Degi Gunnarssyni varðandi tjaldsvæði í Varmahlíð
b)      Bréf frá Héraðsnefnd A-Hún. varðandi fulltrúa í skólanefnd FNV
c)      Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna ehf. frá 9. ágúst 2004
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Þessum lið frestað þar til síðar.
 
    2.    Lagt fram til kynningar bréf frá Strimli ehf., dagsett 5. ágúst 2004 þar sem tilkynnt er um sölu á landspildu úr Stóragerði.
 
    3.    Lagt fram bréf frá samtökunum Landsbyggðin lifi, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna Byggðaþings á Hólum.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
    4.    Lagt fram bréf frá eigendum Hvíts og svarts ehf., dagsett 6. ágúst 2004, þar sem óskað er eftir  þátttöku Sveitarfélagsins Skagafjarðar í hlutarfjáraukningu félagsins.
Byggðarráð telur óeðlilegt að koma að rekstri fyrirtækisins með beinum hætti en beinir því til fyrirtækisins að leita til Tækifæris hf. með fjármögnun.  Einar Einarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
 
    5.    Lagt fram bréf frá Björgunarbátasjóði Húnaflóa, dagsett 4. ágúst 2004, þar sem farið er á leit um stuðning við kaup á björgunarskipi sem staðsett verður á Skagaströnd.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
    6.    Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Skagafjarðarveitna ehf., um aðalfund 17. ágúst 2004.
 
    7.    Fundargerðir nefnda:
a)      Lögð fram fundargerð fræðslu- og menningarnefndar 16. ágúst 2004.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar og samþykkir 2. lið hennar varðandi fjármögnun leikskóladeildar að Ægisstíg 7.  Fjármögunin verður uppfyllt með lántöku.
 
    8.    Eignasjóður:
Elsa Jónsdóttir forstöðumaður Eignasjóðs kom á fundinn.
a)      Lagt fram kauptilboð í fasteignina Laugatún 2, Sauðárkróki að upphæð kr. 9.600.000 frá Kristjáni Valgarðssyni.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
b)      Lagt fram mat fasteignasala á hugsanlegu söluverði á Grenihlíð 7, Sauðárkróki.
 
Elsa vék af fundi.
 
    9.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Helga Degi Gunnarssyni, dagsett 29. júlí 2004 varðandi tjaldsvæði í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Skógrækt ríkisins varðandi málið.
b)      Lagt fram bréf frá Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga, dagsett 13. ágúst 2004, varðandi skipun fulltrúa í skólanefnd FNV.
c)      Lögð fram fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna ehf. frá 9. ágúst 2004.
d)      Lögð fram skýrsla nefndar um “Hús frítímans”.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1455.