Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

268. fundur 15. júní 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 268 – 15.06. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 15. júní kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1320.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Málefni Félagsheimilisins Bifrastar
                  2.            Málefni leikskóla
                  3.            Gjaldskrárhækkun Tónlistarskóla Skagafjarðar
                  4.            Erindi frá félags- og tómstundanefnd:
a)      Heimild til að sækja um 18 millj. króna viðbótarheimild til úthlutunar viðbótarlána
                  5.            Erindi frá Drangeyjarfélaginu
                  6.            Umsögn um endurnýjun á leyfi til að reka gistiheimili, veitingastofu og greiðasölu að Bakkaflöt í Skagafirði
                  7.            Umsögn um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Keldudal í Skagafirði
                  8.            Umsögn um umsókn um leyfi til að reka veitingahús í Hólaskóla, Hjaltadal
                  9.            Umsókn um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga í Ólafshúsi, Aðalgötu 15, Sauðárkróki
              10.            Yfirlit yfir stöðu málaflokka
              11.            Eignasjóður:
a)      Bréf frá umsækjendum um leigu Steinsstaðaskóla
b)      Tilboð í Laugatún 4, Sauðárkróki
              12.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi skemmtanahald í reiðhöllinni Svaðastöðum
b)      Bréf frá Lionsklúbbunum í Skagafirði
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Á fundinn kom Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunasviðs til viðræðu um  málefni Félagsheimilisins Bifrastar.
Byggðarráð tekur jákvætt í að auglýsa félagsheimilið til sölu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.  Einnig samþykkir byggðarráð að óska eftir fundi með Kristínu Magúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni um félagsheimilið.
 
Heiðar vék af fundi.
 
    2.    Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs og Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi komu á fundinn til viðræðu um mögulegar lausnir á húsnæðisvanda leikskóla.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.
 
Gunnar og Rúnar viku af fundi.
 
    3.    Gjaldskrárhækkun tónlistarskóla frá fundi fræðslu- og menningarnefndar 21. maí 2004.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrárhækkunina.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
    4.    Lagt fram erindi frá félags- og tómstundanefnd, þar sem óskað er eftir 18 milljón króna viðbótarheimild til úthlutunar viðbótarlána.
Byggðarráð samþykkir beiðnina.  4#PR kostnaðarhlut sveitarfélagsins verði mætt með lántöku.
 
    5.    Lagt fram bréf frá Drangeyjarfélaginu, dagsett 18. apríl 2004 varðandi nytjar Drangeyjar.
Byggðarráð samþykkir að veita félaginu leyfi til að nytja eyna árið 2004.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. júní 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurðar Friðrikssonar um að reka gistiheimili, veitingastofu og greiðasölu að Bakkaflöt, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
    7.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. júní 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Leifs Þórarinssonar um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Keldudal, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
    8.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 7. júní 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn JASK ehf. um leyfi til að reka veitingahús í Hólaskóla, Hjaltadal, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
    9.    Lagt fram erindi dagsett 9. júní 2004 þar sem Ólafshús ehf. óskar eftir endurnýjun leyfis til áfengisveitinga í Ólafshúsi, Aðalgötu 15, Sauðárkróki.  Óskað er eftir leyfi til fjögurra ára.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að endurnýja áfengisleyfið til 24. apríl 2008.
 
10.    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit málaflokka aðalsjóðs fyrstu fjóra mánuði ársins.
 
11.    Eignasjóður – Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri eignasviðs kom inn á fundinn.
a)      Lagt fram bréf frá Sigurði Friðrikssyni og fleirum um leigu Steinsstaðaskóla, dagsett 7. júní 2004, þar sem fram kemur að þau sjá sér ekki fært að ganga að þeim samningi sem lagður var fram af hálfu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að boða Friðrik Rúnar Friðriksson og Jóhönnu Sigurðardóttur til fundar um tilboð þeirra í leigu á mannvirkjunum á Steinsstöðum.
 
b)      Lagt fram tilboð í fasteignina Laugatún 4, Sauðárkróki frá Jóni S. Helgasyni og Önnu S. Pétursdóttur að upphæð kr. 7.900.000.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
 
Elsa vék af fundi.
 
12.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 26. maí 2004, varðandi skemmtanahald í reiðhöllinni Svaðastöðum.
b)      Lagt fram bréf frá Lionsklúbbunum í Skagafirði, dagsett 4. júní 2004, þar sem þakkaður er stuðningur og hjálp við Lionsþing 28.-29. maí 2004.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1535