Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

265. fundur 13. maí 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 265 – 13.05. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 13. maí kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1530.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri og Gunnar Bragi Sveinsson.
 
 Dagskrá:
 
                  1.            Tilboð í lánsfjármögnun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð
                  2.            Samþykkt Lánasjóðs sveitarfélaga um lán til Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 

AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagt fram tilboð um lánsfjármögnun frá Íslenskum verðbréfum hf. að upphæð
kr. 240 milljónir.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu en um er að ræða lán til skuldbreytinga.
 
    2.    Lögð fram afgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga á lánsumsókn sveitarfélagsins.  Sótt var um lán að upphæð kr 249,2 milljónir og hefur Lánasjóður sveitarfélaga samþykkt að veita sveitarfélaginu lán að upphæð kr. 42 milljónir til skuldbreytinga og kr 181 milljón til framkvæmda.
Byggðarráð samþykkir lántökuna.  Gunnar Bragi Sveinsson situr hjá við afgreiðsluna.
  
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1600