Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

259. fundur 23. mars 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 259 – 23.03. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 23. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
                  1.            Gunnar H. Guðmundsson kemur til fundar
                  2.            Fegrunarátak
                  3.            Fasteignagjöld – umsókn um lækkun
                  4.            Trúnaðarmál
                  5.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um “International Awards for Liveable Communities”
b)       Bréf frá menntamálaráðuneytinu varðandi greiðslu stofnstyrks vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja.
c)        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Breyting á boðun fulltrúaráðsfundar
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Gunnar H. Guðmundsson umdæmisstjóri kom og kynnti starfsemi Vegagerðarinnar á svæðinu, breytingar á skipulagi stofnunarinnar, framkvæmdir við Þverárfjallsveg og vetrarþjónustu í Skagafirði.
 
    2.    Rætt um fegrunarátak í sveitarfélaginu á árinu 2004.
Byggðarráð samþykkir að fela  umhverfisnefnd að standa fyrir og útfæra fergrunarátak í sveitarfélaginu fyrir sumarið.
 
    3.    Sjá trúnaðarbók.
 
    4.    Sjá trúnaðarbók.
 
    5.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. mars 2004 um “International Awards for Liveable Communities”.
b)      Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 10. mars 2004 um stofnstyrk vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Sauðárkróki.
c)      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10. mars 2004 um breytingu á boðun fulltrúaráðsfundar.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1515