Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

254. fundur 17. febrúar 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 254 – 17.02. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 17. feb., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
                  1.            Menningarhús
                  2.            Bréf frá Espoo
                  3.            Kynningarblað fyrir Landsmót UMFÍ 2004
                  4.            Erindi frá Skíðadeild Tindastóls
                  5.            Þriggja ára áætlun 2005-2007
                  6.            Hluthafafundur í Sjávarleðri ehf.
                  7.            Erindi frá Íbúasamtökunum út að austan
                  8.            Fundarboð ársfundar Lífeyrissjóðs Norðurlands
                  9.            Erindi frá Félags- og tómstundanefnd
              10.            Vinabæjamót í Köge
              11.            Niðurfelling gjalda
              12.            Málefni Eignasjóðs
a)         Tilboð í Laugatún 1, Sauðárkróki
              13.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði.
b)       Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi grunnskólaþing sveitarfélaga
c)        Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga
d)       Fundargerð stjórnarfundar SSNV 6. febrúar 2004
e)        Fundargerð samstarfsmefndar LN og Kjarna 5. febrúar 2004
f)         Fundargerð Almannavarnarnefndar Skagafjarðar, 30. des. 2003 og 10. feb. 2004
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Rætt um Menningarhús í Skagafirði.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn og kynnti stöðu mála.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni nefndar um menningarhús í Skagafirði að boða fund í nefndinni um verkefnið.
 
    2.    Lagt fram til kynningar bréf frá Espoo, Finnlandi, dagsett 10. febrúar 2004 um menningarhús.
 
    3.    Kynningarblað Landsmóts UMFÍ 2004 kynnt.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs að gera tillögu fyrir næsta fund um þátttöku sveitarfélagsins í útgáfunni.
 
Áskell Heiðar vék nú af fundi.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Skíðadeild Umf. Tindastóls, dagsett 12. febrúar 2004, varðandi viðhald á snjótroðara á skíðasvæðinu í Tindastóli.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir forsvarsmönnum deildarinnar á fund.
 
    5.    Lögð fram þriggja ára áætlun fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess fyrir árin 2005-2007.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. 
Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Sjávarleðri hf. um hluthafafund í félaginu mánudaginn 23. febrúar 2004.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að setja allt að kr. 1.000.000 í hlutafé í fyrirtækið svo fremi að Nýsköpunarsjóður komi myndarlega að málinu.  Upphæðin greiðist af fjárheimild málaflokks 27.  Þórdís Friðbjörnsdóttir greiðir atkvæði á móti vegna þess að hún telur að ekki hafi verið sýnt fram á rekstrargrundvöll fyrirtækisins.  Jafnframt er samþykkt að byggðarráð fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega á fundinum.
 
    7.    Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum út að austan, dagsett 11. febrúar 2004 um bókanir sveitarfélagsins varðandi bættar samgöngur á utanverðum Tröllaskaga.
Byggðarráð vísar í fyrri samþykkt frá fundi byggðarráðs 16. desember 2003 þar sem sagði að byggðarráð sæi sér ekki fært að verða við erindinu en benti á að samgöngumál út að austan séu í skoðun hjá sveitarfélaginu.
 
    8.    Lagt fram bréf frá Lífeyrissjóði Norðurlands, dagsett 12. febrúar 2004, varðandi ársfund sjóðsins þann 19. mars nk.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra fjármálasviðs að sækja fundinn.
 
    9.    Lagt fram erindi frá fundi félags- og tómstundanefndar þann 3. febrúar sl. þar sem lagt var til við byggðarráð að kannaður verði vilji nágrannasveitarfélaga vestan Skagafjarðar á því að koma að rekstri og skipulagi skíðasvæðisins í Tindastóli.
Byggðarráð tekur undir erindið og stefnir að því að eiga fund með forsvarsmönnum nágrannasveitarfélaganna sem fyrst.
 
10.    Lagt fram til kynningar bréf frá Köge Kommune, Danmörku, dagsett 10. febrúar 2004, þar sem boðið er til vinabæjamóts í Köge 23.-26. maí 2004.
 
11.    Lagt fram bréf frá Guðrúnu Eyjólfsdóttur, dagsett 4. febrúar 2004, þar sem hún óskar eftir niðurfellingu á sorphirðugjaldi vegna eignarinnar Lindargötu 13, Sauðárkróki.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
12.    Málefni Eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir kom inn á fundinn.
a)      Borist hefur tilboð í eignina Laugatún 1, Sauðárkróki að upphæð kr. 8.000.000.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra Eignasjóðs að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
 
Elsa Jónsdóttir vék af fundi.
 
13.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 3. febrúar 2004 varðandi áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2004.
b)      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 10. febrúar 2004 um grunnskólaþing sveitarfélaga 26. mars 2004.
c)      Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dagsett 22. janúar 2004 varðandi ósk um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti.
d)      Fundargerð stjórnar SSNV frá 6. febrúar 2004.
e)      Fundargerð samstarfsnefndar LN og Kjarna frá 5. febrúar 2004.
f)        Fundargerðir Almannavarnarnefndar Skagafjarðar frá 30. des. 2003 og 10. febr. 2004.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1534