Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

249. fundur 15. janúar 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 249 – 15.01. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 15. jan., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1400.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
  1. Kaupsamningur vegna Geitagerðis - forkaupsréttur
  2. Bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða
  3. Fundarboð – hluthafafundur Fjölnets hf.
  4. Niðurfelling gjalda
  5. Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kemur á fundinn
  6. Málefni Eignasjóðs
a)      Laugatún 10
b)      Auglýsing um Steinsstaði
c)      Lambanesreykir
  1. Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð aðalfundar FSNV 12.12. 2003
b)      Kynningarfundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins
c)      Bréf frá Sís – Tímaritið Sveitarstjórnarmál
d)      Rekstraryfirlit aðalsjóðs fyrstu 11 mánuði árins 2003
e)      Bréf frá Helga Gunnarssyni
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagður fram kaupsamningur um jörðina Geitagerði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar og óskar eftir umsögn vegna lands þess sem sveitarfélagið hefur á leigu undir Staðarrétt með tilheyrandi aðstöðu.
 
    2.    Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða, dagsett 8. janúar 2004 varðandi eignarhald sparisjóða.
Sparisjóðirnir gegna veigamiklu hlutverki við uppbyggingu atvinnustarfsemi og þjónustu við almenning á landsbyggðinni.  Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að sparisjóðirnir haldi áfram sjálfstæði sínu og núverandi rekstrarformi.
 
    3.    Lagt fram fundarboð um hluthafafund í Fjölneti hf. þann 16. janúar 2004.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.
 
    4.    Lagt fram ódagsett bréf frá Gunnari Baldvinssyni varðandi fasteignagjöld álögð 2003.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
 
    5.    Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn til viðræðu um kynningarmál vegna landsmóta UMFÍ 2004 og einnig um möguleika sveitarfélagins á að sækja um styrki til Ferðamálaráðs og víðar.
 
    6.    Málefni Eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir kemur á fundinn.
a)      Auglýsing um Steinsstaði – leiga á skólahúsnæði og atvinnuhúsnæði með m.a. aðstöðu fyrir gesti tjaldstæðis. Aðgengi að tjaldstæði og sundlaug.
Byggðarráð samþykkir að fela markaðs- og þróunarsviði að gera drög að auglýsingu til birtingar í fjölmiðlum fyrir næsta fund.
 
Hér vék Áskell Heiðar af fundi.
 
b)      Laugatún 10, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að selja fasteignina á kr. 9.000.000.
 
c)      Lambanesreykir.
Byggðarráð samþykkir að hús B að Lambanesreykjum verði sett í leigu með vissum skilyrðum.
 
    7.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð aðalfundar FSNV frá 12. desember 2003.
b)      Bréf um kynningarfund fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem haldinn verður 9. febrúar 2004 á Blönduósi.
c)      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 5. janúar 2004 varðandi tímaritið Sveitarstjórnarmál.
d)      Lagt fram rekstraryfirlit aðalsjóðs fyrir tímabilið janúar-nóvember 2003.
e)      Lagt fram bréf frá Helga Gunnarssyni, dagsett 2. janúar 2004, þar sem hann segir sig úr hússtjórn félagsheimilisins Miðgarðs.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1557