Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

245. fundur 04. desember 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 245 –04.12. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, fimmtudaginn 4. des., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1500.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kemur til fundar
2.                  Álagning vatnsskatts og ákvörðun vatnsgjalds fyrir árið 2004
3.                  Erindi frá John Steinberg
4.                  Fundarboð aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar
5.                  Umsögn um leyfi til að reka veitingastofu og gistiheimili í Miðgarði
6.                  Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
7.                  Erindi frá Maríu Björk Ingvadóttir vegna launa
8.                  Trúnaðarmál
9.                  Kaup á jörðinni Írafelli
10.              Málefni eignasjóðs
a.       Erindi frá íbúum Víðimýri 4
b.      Laugatún 12
11.              Niðurfelling gjalda
12.              Úthlutun fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2004
13.              Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Norræn sveitarstjórnarráðstefna 13.-15. júni 2004
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kom á fund byggðarráðs til viðræðu um hugmynd hrepps-nefndar Akrahrepps um lagningu hitaveitu í Akrahreppi.
 
    2.    Lagt fram bréf frá Skagafjarðarveitum 3. desember 2003 þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Skagafjarðarveitna ehf. þann 2. desember 2003 var lagt til við byggðarráð að vatnsskattur fyrir árið 2004 verði óbreyttur frá árinu 2003. Álagningarprósenta 0,15#PR af fasteignarmati, lágmarksgjald pr. rúmmetra kr. 22,00 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 26,00. Aukavatnsgjald verði kr. 12,50 pr. rúmmetra.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu.
 
    3.    Lagt fram bréf frá John Steinberg frá University of California, U.S.A., dagsett 14. nóvember 2003, varðandi að sveitarfélagið verði honum innan handar með að útvega húsnæði vegna fornleifarannsókna í Skagafirði 2004.
Byggðarráð samþykkir að sjá um að útvega það húsnæði sem til þarf fyrir verkefnið.
 
    4.    Lagt fram til kynningar fundarboð um aðalfund Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar, þann 12. desember nk. ásamt fundargerð síðasta aðalfundar árið 2002.
 
    5.    Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. nóvember 2003, þar sem óskað er eftir endurnýjun umsagnar um umsókn félagsheimilisins Miðgarðs um leyfi til að reka veitingastofu og gistiheimili í Miðgarði.
Byggðarráð ítrekar fyrri umsögn.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dagsett 18. nóvember 2003 varðandi ráðningu eldvarnareftirlits-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns hjá Brunavörnum Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við slökkviliðsstjóra.
 
    7.    Lagt fram bréf frá Maríu Björk Ingvadóttur, dagsett 26. nóvember 2003, varðandi launamál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla gagna um umfang og ábyrgð viðkomandi starfa.
 
    8.    Sjá trúnaðarbók.
 
    9.    Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dagsett 25. nóvember 2003, varðandi kaup á jörðinni Írafelli.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar  landbúnaðarnefndar og jarðanefndar.
 
10.    Málefni eignasjóðs:
a)      Lagt fram erindi frá íbúum Víðimýri 4, Sauðárkróki, varðandi húsaleigu.
Byggðarráð samþykkir að hafna ósk íbúanna um niðurfellingu á húsaleigu, enda hefur sveitarfélagið þegar brugðist við vandanum.
b)      Lagt fram kauptilboð í Laugatún 12 að upphæð kr. 7.900.000.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
 
11.    Lagt fram bréf frá Flugfélagi Sauðárkróks, dagsett 26. nóvember 2003 varðandi fasteignagjaldaálagningu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið.
 
12.    Lögð fram tillaga um úthlutun fjárhagsramma 2004.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrömmum 2004 til viðkomandi nefnda.
Bjarni Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun: 
Undirritaður samþykkir að vísa tillögunni áfram, en áréttar eftirfarandi.  Framlagðar tillögur um fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og fyrirtækja fyrir árið 2004 þarfnast frekari skoðunar og umræðu innan sveitarstjórnarflokkana.  Því má vænta verulegra breytinga á áætluninni.
 
13.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Kynnt norræn sveitarstjórnarráðstefna 13.-15. júní 2004 í Reykjavík.
 
                        Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1813