Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

241. fundur 28. október 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 241 – 28.10. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 28. október, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1100.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs greinir frá stöðu verklegra framkvæmda
2.                  Sviðstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs greindir frá stöðu málaflokka sviðsins
3.                  Erindi frá Guðmundi Ragnarssyni
4.                  Fundarboð – sjöundi ársfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
5.                  Erindi frá Frímúrarastúkunni Mælifelli
6.                  Umsókn um styrk til að klára íþróttasvæðið á Hofsósi
7.                  Erindi frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst
8.                  Erindi frá Menntamálaráðuneytinu vegna menningarhúsa
9.                  Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn.  Samningur við körfukn.deild UMFT um þrif íþróttahúss eftir kappleiki
10.              Fjárhagsáætlun 2004
11.              Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu vegna byggðakvóta
12.              Framkvæmdir við íþróttavöll á Sauðárkróki
13.              Innheimta fasteignagjalda
14.              Málefni eignasjóðs
15.              Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Fundargerðir stjórnar SSNV 22. sept., 17. okt. og 22. okt. sl.
b.      Fundargerð frá fundi stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka í Norðvesturkjördæmi 22. okt. 2003
c.       Fundargerð fundar stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka í Norðvesturkjördæmi með þingmönnum kjördæmisins 22. okt. 2003
d.      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
e.       Bréf frá Sís – Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
f.        Fjármálaráðstefna sveitarfélaga - dagskrá
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Hallgrímur Ingólfsson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn og skýrði frá stöðu verklegra framkvæmda.
 
    2.    Gunnar Sandholt, sviðstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs, kom til viðræðu um stöðu málaflokka sviðsins.
 
    3.    Lagt fram bréf frá Guðmundi Ragnarssyni, dagsett 23. október 2003, varðandi orlofsmál.
Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar.
 
    4.    Lagt fram til kynningar fundarboð um fund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum þann 6. nóvember nk.
 
    5.    Lagt fram bréf frá Frímúrarastúkunni Mælifelli, dagsett 21. október 2003 þar sem innt er eftir áhuga sveitarfélagsins á að kaupa hlut stúkunnar í húsnæðinu Skógargata 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð er sammála um  að ekki sé þörf á að kaupa húsnæðið.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Umf. Neista, dagsett 19. október 2003, þar sem sótt er um styrk til að klára íþróttasvæðið á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
    7.    Lagt fram bréf frá Viðskiptaháskólanum Bifröst, dagsett 15. október 2003, þar sem óskað er eftir að fá að kynna starfsemi, stöðu og framtíðaráform skólans með samstarf í huga.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið.
 
    8.    Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 16. október 2003, varðandi skipan fulltrúa þess; Örlygs Geirssonar og Karitas H Gunnarsdóttur í starfshóp um menningarhús í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson verði fulltrúar Skagafjarðar  í starfshópnum.
 
    9.    Erindi vísað frá sveitarstjórn 16. október sl.  Samningur við körfuknattleiksdeild UMFT um þrif íþróttahúss eftir leiki.
Byggðarráð samþykkir samninginn sem slíkan með þeim breytingum að samningsaðili verði aðalstjórn Umf. Tindastóls skv. samkomulagi á milli sveitarfélagsins og UMFT frá 22.04. 2002.
 
10.     Rætt um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2004.
 
11.    Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 14. október 2003, varðandi úthlutun á 20,7 þorskígildistonnum sem Sveitarfélaginu Skagafirði var úthlutað.
Byggðarráð samþykkir að Fiskistofa úthluti byggðakvótanum skv. 3. gr. reglugerðar nr. 596/2003 til einstakra báta allt að 50 tonnum að stærð.
 
12.    Framkvæmdir við íþróttavöll á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Viggó Jónsson um frágang svæðisins fyrir veturinn.
 
13.    Innheimta fasteignagjalda 2004.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að  ræða við Sparisjóð Hólahrepps um innheimtu fasteignagjalda 2004.
 
14.    Málefni eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir sviðstjóri kom á fundinn.
a)      Kynntar reglur vegna sölu á íbúðum Félagsíbúða Skagafjarðar og Eignasjóðs Skagafjarðar.
b)      Tilboð hefur borist í Laugatún 12, Sauðárkróki – Byggðarráð samþykkir að gera gagntilboð.
c)      Rætt um aðrar eignir eignasjóðs.
 
15.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerðir stjórnar SSNV 22. sept., 17. okt. og 22. okt. 2003
b)      Fundargerð frá fundi stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka í Norðvesturkjördæmi 22. okt. 2003
c)      Fundargerð fundar stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka í Norðvesturkjördæmi með þingmönnum kjördæmisins 22. okt. 2003
d)      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 17. október 2003, um yfirlit greiðslu framlaga vegna fasteignaskattsjöfnunar árið 2003
e)      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 21. október 2003  – Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 7.-8. nóvember 2003.
f)        Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 5.- 6. nóvember 2003 – dagskrá
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1425