Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

231. fundur 13. ágúst 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 231 –13.08. 2003

 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 13. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson  og Snorri Styrkársson áheyrnarfulltrúi.
 
DAGSKRÁ:
1.      Undirskriftarlisti íbúa í Fljótum.
2.      Gjaldskrá vegna húsnæðis og búnaðar Íþróttahússins á Sauðárkróki.
3.      Staðgengill sveitarstjóra og heimild til sveitarstjóra um að veita öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins prókúru skv. 56 gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fundarsköp.
4.      Boð til sveitarstjórnar um að sitja fund stjórnar Rarik.
5.      Bréf frá Sævari Einarssyni – úrsögn úr stjórn Náttúrustofu.
6.      Víðigrund 22 – heimild til sölu.
7.      Hof á Höfðaströnd – Afsal til Hofstofunnar slf
8.      Kostnaður vegna niðursetningar stóla í Sundlaug Sauðárkróks.
 
9.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað.
a)      Bréf frá Héraðsvötnum ehf.
b)      Aðalfundur Invest – fundarboð.
c)      Svarbréf frá Félagsmálaráðuneytinu vegna skólahúsnæðis.
d)      Bréf frá Fornleifavernd ríkisins.
e)      Bréf frá Íbúðalánasjóði.
f)        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
g)      Fundargerð stjórnarfundar SSNV 31. júlí 2003.
 
AFGREIÐSLUR:
    1.   Undirskriftarlisti íbúa í Fljótum lagður fram og beiðni um fund með sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að verða við óskum íbúa í Fljótum um fund með sveitarstjórn um atvinnu- og framfaramál í Fljótum. 
 
    2.   Gjaldskrá vegna húsnæðis og búnaðar Íþróttahússins á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
 
    3.   Staðgengill sveitarstjóra og heimild til sveitarstjóra um að veita öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins prókúru skv. 56 gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fundarsköp.
Byggðarráð staðfestir að sviðsstjóri fjármálasviðs er staðgengill sveitarstjóra og heimilar sveitarstjóra að veita sviðsstjóra fjármálasviðs  prókuru.
 
    4.   Boð til sveitarstjórnar um að sitja fund stjórnar Rarik.
Sveitarstjórn þekkist boðið.
 
    5.   Bréf frá Sævari Einarssyni – úrsögn úr stjórn Náttúrustofu.
Byggðarráð samþykkir úrsögnina og þakkar Sævari Einarssyni fyrir góð störf í þága sveitarfélagsins.
 
    6.   Víðigrund 22 – heimild til sölu.
Byggðarráð samþykkir að heimila sölu íbúðarinnar.
 
    7.   Hof á Höfðaströnd – Afsal til Hofstorfunnar slf.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við afsalið og nýtir ekki forkaupsrétt sinn.
 
    8.   Kostnaður vegna niðursetningar stóla í Sundlaug Sauðárkróks.
Kostnaðaráætlun vegna niðursetningar stóla í Sundlaug Sauðárkróks kynnt.  Byggðarráð felur tæknideild að annast framkvæmd verksins.
 
9.  Bréf, kynntar fundargerðir og annað.
a)      Bréf frá Héraðsvötnum ehf.
b)      Aðalfundur Invest – fundarboð.
c)      Svarbréf frá Félagsmálaráðuneytinu vegna skólahúsnæðis.
d)      Bréf frá Fornleifavernd ríkisins.
e)      Bréf frá Íbúðalánasjóði.
f)        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
g)      Fundargerð stjórnarfundar SSNV 31. júlí 2003.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1130