Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

226. fundur 19. júní 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 226 – 19.06. 2003

 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 19. júní, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1600.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Rekstraruppgjör fyrstu fjóra mánuði ársins
                  2.            Kaup á vinnuvél fyrir þjónustumiðstöðina
                  3.            Launagreiðslur vegna starfa í ráðum, nefndum og stjórnum sveitarfélagsins
                  4.            Brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar
                  5.            Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Bakkaflöt
                  6.            Styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Skagafjarðar
                  7.            Niðurfelling gjalda
                  8.            Erindi frá 6. júní 2003. Kaup á landi við Kolkuós
                  9.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)            Fundargerð 21. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands.
b)            Fundargerð stjórnarfundar INVEST frá 19. maí 2003
c)            Bréf frá félagsmálaráðuneytinu
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Fjármálastjóri kynnti rekstraruppgjör málaflokka aðalsjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.
 
2.      Lagt fram bréf frá Gunnari Péturssyni forstöðumanni þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, dagsett 16. júní 2003 varðandi endurnýjun á traktorsgröfu þjónustumiðstöðvarinnar.
Byggðarráð samþykkir að hafna tillögu um endurnýjun á vélinni, þar sem fjárhagsáætlun ársins gerir ekki ráð fyrir því .
 
3.      Launagreiðslur vegna starfa í ráðum, nefndum og stjórnum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að færa greiðslur vegna starfa í ráðum, nefndum og stjórnum sveitarfélagsins til samræmis við samþykktir sveitarfélagsins árið 1998.  Gildir þetta frá og með næstu útborgun launa.
 
4.      Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri kom á fundinn og kynnti Brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar.
Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir vel unna áætlun og samþykkir framlagða brunavarnaáætlun, en áréttar að framkvæmdaáætlunin verði endurskoðuð við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.
 
5.      Lögð fram umsókn Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt um vínveitingaleyfi fyrir tímabilið 1. júní 2003 til 31. maí 2005.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.  Í gildi er leyfi er rennur út 13. júlí 2004.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfi til 31. maí 2005.
 
6.      Lagt fram ódagsett bréf frá Krabbameinsfélagi Skagafjarðar, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið gerist stuðningsaðili félagsins.
Byggðarráð samþykkir að gerast ekki stuðningsaðili félagsins á þeim forsendum sem greindar eru í bréfinu, en útilokar ekki stuðning við ákveðin verkefni.
 
7.      Lagt fram bréf frá  Íbúa hsf., dagsett 11. júní 2003, þar sem óskað er eftir afslætti af gatnagerðargjöldum vegna fasteigna sem félagið hefur byggt og hyggst byggja við Gilstún.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
 
8.      Erindi frá 6. júní 2003.  Ósk Kára Ottóssonar og Guðríðar Magnúsdóttur um kaup á landi við Kolkuós.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
9.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)        Fundargerð 21. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands.
b)       Fundargerð stjórnarfundar INVEST frá 19. maí 2003.
c)        Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1800