Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

223. fundur 30. maí 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 223 – 30.05. 2003

 
 
Ár 2003, föstudaginn 30. maí, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Viggó Jónsson fh. Handtaks ehf. – viðræður um kaup á landi við Kolkuós
                  2.            Jörðin Þúfur - forkaupsréttur
                  3.            Erindi frá Reyni Kárasyni og Helgu Rósu Guðjónsdóttur
                  4.            Ofgreidd kennsluyfirvinna
                  5.            Húsnæðismál Árvistar
                  6.            Erindi frá Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðarheiðar
                  7.            Gjafabréf frá Friðriki J. Friðrikssyni
                  8.            Kauptilboð í íbúð að Laugatúni 12, Sauðárkróki
                  9.            Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Ferðaþjónustuna að Bakkaflöt
              10.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Bréf frá Umhverfisráðuneytinu vegna förgunar á heyi
b)      Úrskurður Skipulagsstofnunar um matsskyldu stækkunar fiskeldisstöðvarinnar Hólalax ehf. í Hjaltadal
c)      Ráðningarsamningar og starfslýsingar
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Viggó Jónsson fh. Handtaks ehf. kom á fundinn til viðræðna um kaup á landi við Kolkuós og kynnti um leið hugmyndir sínar um nýtingu landsins.
 
2.      Lagt fram bréf frá Fasteignamiðstöðinni dagsett 26. maí 2003, varðandi sölu á jörðinni Þúfum, Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
3.      Lagt fram bréf dagsett 25. maí 2003 frá Reyni Kárasyni og Helgu Rósu Guðjónsdóttur varðandi húsnæðismál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að málinu og finna viðunandi lausn.
 
4.      Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi ofgreidda kennsluyfirvinnu.
Byggðarráð samþykkir að krefja ekki endurgreiðslu aftur í tímann, en leiðrétting verður gerð frá og með næstu launaútborgun.
 
5.      Sveitarstjóri kynnti tillögu fræðslu- og menningarnefndar um húsnæðismál Árvistar frá 28. maí 2003.
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslu- og menningarnefndar um færslu starfsemi Árvistar á Kirkjutorg 3, Sauðárkróki .
 
6.      Lagt fram bréf frá Upprekstrarfélagi Eyvindarstaðarheiðar dagsett 20. maí 2003, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins um brunavarnir í skálum upprekstrarfélagsins ofl.
Byggðarráð samþykkir að boða fulltrúa upprekstrarfélagsins á næsta byggðarráðsfund.
 
7.      Lagt fram gjafabréf frá Friðriki J. Friðrikssyni dagsett 2. júní 2003, þar sem hann ánafnar sveitarfélaginu hesthús sitt án nokkurra kvaða.
Byggðarráð þakkar gjöfina.
 
8.      Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. maí 2003 um tilboð í fasteignina Laugatún 12, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að  skoða málið nánar.
 
9.      Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Bakkaflöt dagsett 25. maí 2003, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi til tveggja ára.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að setja þetta erindi í réttan farveg og leita umsagna viðkomandi umsagnaraðila.
 
10.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Bréf frá Umhverfisráðuneytinu vegna förgunar á heyi.
b.      Úrskurður Skipulagsstofnunar um matsskyldu stækkunar fiskeldisstöðvarinnar Hólalax ehf. í Hjaltadal.
c.       Ráðningarsamningar og starfslýsingar.
Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni:
“Undirritaður leggur til að uppsagnir á fastri yfirvinnu, akstri og öðrum launaliðum starfsmanna sveitarfélagsins, sem taka eiga gildi 1. júní nk. og leiða til lækkunar launa starfsmannanna, verði nú þegar dregnar til baka.
 
Greinargerð:
Ekki er um það deilt að laun og önnur kjör ber að skoða reglulega. Það ber þó að gera með þeim hætti að sem mest sátt og samvinna sé milli yfir- og undirmanna.
Skv. yfirliti sveitarstjóra er “sparnaður” sveitarfélagins vegna lækkunarinnar aðeins 144.418.- kr. á mánuði þegar frá eru dregin þau störf sem lögð hafa verið niður eða breytt s.s. starf íþrótta og tómstundafulltrúa og ½ staða launafulltrúa. Þetta þýðir að fáir starfsmenn skerðast en skerðast um leið mikið. Einnig kemur fram að meðaltalslaunagreiðslur lækka um aðeins  19.077.- kr. á mánuði. Ekki er um það deilt að nokkrir starfsmanna sveitarfélagsins eiga skilið hækkun launa, heldur er deilt á þær aðferðir sem yfirstjórn sveitarfélagsins beitir við stjórnun þess.
Vegna þeirrar miklu óánægju sem er hjá starfsmönnum vegna þessa og að um tiltölulega lítinn sparnað er að ræða m.v. það umrót og þá óánægju sem aðgerðin veldur, er lagt til að uppsagnir er leiða til lækkunar launa verði dregnar til baka.
 
Gunnar Bragi Sveinsson.
 
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
 
Bókun:
 
Árangri í stjórnun má ná með ýmsum hætti. Laun og annað má m.a. leiðrétta með tvennum hætti: a) Valdboði og hörku, b) Viðræðum og sanngirni. Undirritaður harmar þau vinnubrögð sem yfirstjórn sveitarfélagsins hefur viðhaft varðandi uppsögn hluta launa nokkurra starfsmanna sveitarfélagsins.
Gunnar Bragi Sveinsson
 
Bókun:
Tími var kominn til að laga ýmislegt í rekstri sveitarfélagsins þ.m.t. að samræma launakjör starfsmanna sveitarfélagsins.  Mikil vinna hefur farið í gerð ráðningasamninga og starfslýsinga í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins og er þeim þökkuð þau störf.  Teljum við að miklum árangri hafi verið náð sem skili sér í markvissari vinnubrögðum.
 
                  Gísli Gunnarsson og Ársæll Guðmundsson
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1233