Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

220. fundur 30. apríl 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 220 – 30.04. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 30. apríl, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1030.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Loðskinn Sauðárkróki ehf.
2.                  Íbúaþing í Steinsstaðahverfi
3.                  Drög að leigusamningum og viðhaldsreglum Eignasjóðs
4.                  Styrkumsókn v/Ólympíukeppninnar í efnafræði 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Málefni Loðskinns Sauðárkróki ehf. rædd.  Gunnsteinn Björnsson rekstrarstjóri fyrirtækisins mætti á fundinn ásamt Þorsteini Broddasyni atvinnuráðgjafa INVEST og Kristjáni Jónassyni endurskoðanda hjá KPMG.
 
    2.    Þorsteinn Broddason atvinnuráðgjafi INVEST kynnti væntanlegt íbúaþing um framtíð Steinsstaðahverfis.
 
    3.    Lögð fram til kynningar drög að leigusamningum og viðhaldsreglum Eignasjóðs.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Ísaki Sigurjóni Bragasyni, dagsett 22. apríl 2003, þar sem hann óskar eftir styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppninni í efnafræði sumarið 2003 í Grikklandi.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með þennan góða árangur fyrrum nemanda Varmahlíðarskóla og samþykkir að veita honum styrk að upphæð kr. 50.000.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1200