Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

218. fundur 09. apríl 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 218 – 09.04. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 09. apríl, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Greiðslur til Hrings hf.
2.                  Fundarboð.   Framhaldsaðalfundur veiðifélags Miklavatns og Fljótár.
3.                  Verðkönnun á rekstrarvörum.  Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
4.                  Furulundur 5.
5.                  Samningur um félagsheimilið Bifröst.
6.                  Niðurfelling gjalda.
7.                  Bréf og kynntar fundargerðir.
a.       Fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga.
b.      Bréf frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur v/nemenda í tónlistarskólum.
c.       Fundargerð.  Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Blönduóss, Skagafjarðar og Höfðahrepps 21. mars 2003.
d.      Fundargerð.  Fundur stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra haldinn á Staðarflöt í Hrútafirði, fimmtudaginn 27. febrúar 2003
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Greiðslur til Hrings hf.
Byggðarráð samþykkir að greiða kr. 1.009.074,- sem tekið er af lið 21-40 fjárhagsáætlunar ársins 2003.
 
2.      Fundarboð.   Framhaldsaðalfundur veiðifélags Miklavatns og Fljótár.
Byggðarráð felur Elinborgu Hilmarsdóttur, Hrauni, að sækja fundinn.
 
3.      Verðkönnun á rekstrarvörum.  Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
Byggðarráð felur sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs að gera nánari úttekt og verðsamanburð á hreinlætisvörum.
 
4.      Furulundur 5.
Sviðsstjóra Eignasjóðs falið að ganga frá leigu á húsinu.
 
5.      Samningur um félagsheimilið Bifröst.
Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
 
6.      Niðurfelling gjalda.
Sjá trúnaðarbók.
 
7.    Bréf og kynntar fundargerðir.
a    Fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga.
b.   Bréf frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur v/nemenda í tónlistarskólum.
c.   Fundargerð.  Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Blönduóss, Skagafjarðar og Höfðahrepps 21. mars 2003.
d.   Fundargerð.  Fundur stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra haldinn á Staðarflöt í Hrútafirði, fimmtudaginn 27. febrúar 2003
 
Bókun vegna liðar 7 b).
Byggðarráð samþykkir að beina því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að sambandið beiti sér fyrir því á sínum vettvangi að tryggt verði jafnræði til náms óháð búsetu, með samningum milli sveitarfélaga og ríkisvaldsins um jafnt aðgengi að þjónustu meðan á námi stendur.
 
Greinargerð.
Ekki ríkir jafnrétti námsmanna óháð búsetu til þjónustu á þeim stöðum sem þeir stunda nám.  Nægir þar að nefna aðgengi að heilsugæslu, leikskólum og ýmiskonar annarri þjónustu sveitarfélaga.  Þetta verður til þess að margt námsfólk flytur lögheimili sitt á þá staði þar sem námið fer fram, til að fá sambærilega þjónustu og aðrir.  Þessi þróun er ekki hagstæð dreifðum byggðum landsins.  Það er mikilvægt að sveitarfélög í landinu og ríkisvaldið taki sig saman með samningum er miði að því að eyða þessum búsetumun. 
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1220