Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

217. fundur 02. apríl 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 217 – 02.04. 2003

 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 2. apríl, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Málefni Loðskinns Sauðárkróki ehf.
                  2.            Könnun á þróun raforkuverðs á Sauðárkróki
                  3.            Deiliskipulag Glaumbæjar
                  4.            Tillögur að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs Norðurlands
                  5.            Ályktun húsnefndar Miðgarðs frá 17. mars 2003
                  6.            Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
                  7.            Evrópuár fatlaðra
                  8.            Verðkönnun á rekstrarvörum
                  9.            Yfirlit rekstrar aðalsjóðs janúar – febrúar 2003
              10.            Niðurfelling gjalda
              11.            Kauptilboð í Birkimel 18 í Varmahlíð
              12.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundargerð stjórnar Miðgarðs frá 17. mars 2003
b)      Ráðstefna Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR
c)      Bréf frá verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga
d)      Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga vegna veiðigjalds
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Gunnsteinn Björnsson rekstrarstjóri Loðskinns Sauðárkróki ehf. mætti á fundinn til viðræðu um málefni fyrirtækisins.
 
2.      Kristbjörn Bjarnason frá Hring hf. kom á fundinn og kynnti niðurstöðu skýrslu um könnun á þróun raforkuverðs á Sauðárkróki fyrir og eftir sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum RARIK til að ræða efndir á samningi varðandi sölu á Rafveitu Sauðárkróks og gefin fyrirheit um aukna starfsemi á svæðinu.
 
Bókun:  Í samningi um sölu á Rafveitu Sauðárkróks undirgekkst kaupandinn, RARIK að jafna út þann mun sem var á afltaxta í gjaldskrá seljanda og gjaldskrá kaupanda.  Einnig fólst það í samningnum að kaupandi veiti öllum afltaxtanotendum ráðgjöf til að lágmarka útgjöld þeirra vegna raforkukaupa.  Samkvæmt könnun á þróun raforkuverðs sem framkvæmt var af Hring hf. Kemur fram veruleg hækkun á raforkuverði og vekur upp spurningar um efndir á sölusamningi og fyrirheitum honum tengdum.
  
3.      Deiliskipulag Glaumbæjar.  Áður á dagskrá byggðarráðs 15. janúar 2003.
Byggðarráð samþykkir að vinna safnvarðar Byggðasafnsins í Glaumbæ vegna deiliskipulagsins við forleifaskráningu verði framlag sveitarfélagsins.  Gísli Gunnarsson vék af fundi og  tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
4.      Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs Norðurlands.
Byggðarráð samþykkir vegna fjarveru fjármálastjóra þá verði Sigrún Alda Sighvats fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundi sjóðsins 4. apríl nk. á Hofsósi.
 
5.      Lögð fram ályktun húsnefndar Miðgarðs 17. mars 2003.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samráðsnefndar.
 
6.      Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, dagsett 26. mars 2003 varðandi kröfu um niðurfellingu og endurgreiðslu á lóðarleigu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.
 
7.      Lögð fram til kynningar dagskrá morgunverðarfundar 5. apríl á Grand Hótel, Reykjavík, um Evrópuár fatlaðra 2003
 
8.      Lögð fram verðkönnun á rekstrarvörum.
Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar.
 
9.      Lagt fram yfirlit yfir rekstur aðalsjóðs fyrir janúar og febrúar 2003.
 
10.  Lagt fram bréf frá Flugu hf., dagsett 27. mars 2003 varðandi ósk um niðurfellingu fasteignaskatts 2003 af reiðhöllinni Svaðastöðum.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 70#PR fasteignaskatts 2003 á sömu forsendum og gert var árið 2002.
 
11.  Lagt fram kauptilboð frá Víglundi Rúnari Péturssyni og Hafdísi Eddu Stefánsdóttur í fasteignina Birkimel 18 í Varmahlíð að upphæð kr. 8.400.000.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
 
12.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs frá 17. mars 2003.
b.      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. mars 2003 um ráðstefnu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR.
c.       Bréf frá verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga, dagsett 25. mars 2003.
d.      Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dagsett 26. mars 2003.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1220
 
.